Eldri Skýrslur - RNF / Flugslysanefnd Skýrslur gefnar út af Rannsóknarnefnd flugslysa (RNF) eða af Flugslysanefnd Síða 11

Hér er hægt er að nálgast allar útgefnar skýrslur RNF aftur til ársins 2000. Ef óskað er eftir eldri skýrslu RNF eða Flugslysanefndar má senda skriflega beiðni um það á netfangið RNSA@RNSA.is. Reynt verður að verða við beiðnum um eldri skýrslur eins og verkefnastaða stofnunarinnar leyfir. Þó skal haft í huga að vegna núgildandi laga um persónuvernd, þá mun RNSA yfirfara viðkomandi skýrslu og fjarlægja persónugreinanlegar upplýsingar áður en skýrslan er afhent. Jafnframt verður leitast við að birta viðkomandi skýrslu á vef stofnunarinnar.

Leita að skýrslu

Nýlegar slysa- og atvikaskýrslur:

Flugslys TF-LEO við Gæsavatnaskála

Flugvélinni var lent á hálendi við vetraraðstæður. Flugvélin lenti í snjóskafli með þeim afleiðingum að hún hafnaði á bakinu.

Skýrsla 23.09.2006
Flugsvið

Flugslys TF-ICI (Cessna 152) á flugbraut 31 á Reykjavíkurflugvelli

Flugnemi var í einliðaflugi og að æfa snertilendingar. Í einni snertilendingunni missti flugneminn sjtórn á flugvélinni. Flugvélin hafnaði utan flugbrautar og var talin ónýt. Flugnemann sakaði ekki.

Skýrsla 28.04.2006
Flugsvið

Flugslys TF-FAD (Piper PA-38-112 Tomahawk) í Eyjafirði

Rannsóknarnefnd flugslysa hefur gefið út skýrslu um flugslys flugvélarinnar TF-FAD, sem er af gerðinni Piper Tomahawk, er varð þann 3. september 2006. Flugnemi og flugkennari voru í kennsluflugi við Hjalteyri í Eyjafirði og voru að æfa neyðarviðbrögð. Flugneminn tók upp vængbörð áður en aflgjafa var ýtt inn. Við það missti flugvélin hæð og lenti á túni. Í lendingunni rakst flugvélin í jörðina og steyptist fram yfir sig. Engin slys urðu á mönnum en flugvélin skemmdist talsvert.

Skýrsla 03.09.2006
Flugsvið

Flugslys TF-EGD (Piper PA-38) á Tungubakkaflugvelli

Flugvélin náði ekki tilætluðum flugtakshraða og fór fram af flugbrautarenda án þess að takast á loft með þeim afleiðingum að hún hafnaði í Leirvogsá.

Skýrsla 20.08.2006
Flugsvið

Flugslys TF-BOY við Þingvallarveg

Hreyfill fluvélarinnar missti afl yfir Þingvallarvegi þar sem eldsneytið hafði gengið til þurrðar. Flugmaðurinn hugðiðst nauðlenda flugvélinni á túni en kom of hátt inn til lendingar með þeim afleiðingum að flugvélin hentist yfir skurð við enda fyrirhugaðs lendingarsvæðis, krækti þar í girðingu og hafnaði í garði við bæinn Víði

Skýrsla 02.04.2006
Flugsvið

Flugslys N9911V (Cessna 180H) í Fljótum á Hornströndum

Flugmaðurinn ætlaði sér að snertilenda flugvélinni í fjöruborði í Fljótum á Hornströndum. Í flugtakinu missti hreyfillinn skyndilega afl og var flugvélinni nauðlent beint fram á við. Flugvélin skemmdist mikið en flugmanninn sakaði ekki.

Skýrsla 05.06.2006
Flugsvið

Alvarlegt flugatvik TF-LLA (Boeing 767-300) 700 Nm vestan við LPAZ

Flugmenn á TF-LLA finna rafmagnslykt í flugstjórnarklefa og ákveða að halda flugi áfam þar sem lyktin hvarf. Skömmu síðar finnur áhöfnin enn á ný rafmagnslykt. Áhöfnin setur upp súrefnisgrímur og er flugvélinni snúið til Point á Pitre flugvallar. Rannsóknarnefnd flugslysa í Frakklandi (BEA) rannsakaði atvikið og skilaði skýrslu sinni á frönsku. Helstu atriði skýrslunnar hafa verið þýdd hér að ofan.

Skýrsla 17.09.2006
Flugsvið

Alvarlegt flugatvik TF-JMO (Fokker 50) í aðflugi út Ísafjarðardjúp

Alvarlegt flugatvik TF-JMO (Fokker 50) í aðflugi út Ísafjarðardjúp þann 15. febrúar 2006. TF-JMO lenti í ókyrrð í aðflugi út Ísafjarðardjúp og fékk í sömu andrá viðvörun frá jarðvara flugvélarinnar. Gagnagrunnur fyrir flugvelli hafði ekki verið uppfærður í flugvélinni og var það ástæða aðvörunarinnar.

Skýrsla 15.02.2006
Flugsvið

Alvarlegt flugatvik TF-ELW (Airbus A-300) í Marokkó

Flugvélin var í akstri að stæði og ók á kyrrstæða flugvél. Rannsóknin var í höndum flugmálayfirvalda í Marokkó sem gaf út skýrslu á frönsku en hér má finna útdrátt á skýrslunni á ensku.

Skýrsla 03.03.2006
Flugsvið

Alvarlegt flugatvik TF-CSB við Sumburgh flugvöll

Áhöfnin var í sjónflugi til Sumburgh flugvallar er veðrið versnaði og flugu þeir í nálægð við klettabelti. Jarðvari flugvélarinnar aðvaraði áhöfnina en flugstjórinn kaus að fylgja ekki "PULL UP" viðvörun frá jarðvaranum. Áhöfnin hélt aðfluginu áfram og lenti athugasemdalaust á flugvellinum. Rannsóknin leiddi í ljós nokkra rekstrarlega, þjálfunar, og mannlega þætti sem voru meðverkandi í röngum viðbrögðum áhafnarinnar. Tvær tillögur í öryggisátt eru gerðar varðandi þjálfun áhafna og rekstrarlegt eftirlit Flugmálastjórnar Íslands með flugrekandanum.

Skýrsla 11.06.2006
Flugsvið