Eldri Skýrslur - RNF / Flugslysanefnd Skýrslur gefnar út af Rannsóknarnefnd flugslysa (RNF) eða af Flugslysanefnd Síða 10

Hér er hægt er að nálgast allar útgefnar skýrslur RNF aftur til ársins 2000. Ef óskað er eftir eldri skýrslu RNF eða Flugslysanefndar má senda skriflega beiðni um það á netfangið RNSA@RNSA.is. Reynt verður að verða við beiðnum um eldri skýrslur eins og verkefnastaða stofnunarinnar leyfir. Þó skal haft í huga að vegna núgildandi laga um persónuvernd, þá mun RNSA yfirfara viðkomandi skýrslu og fjarlægja persónugreinanlegar upplýsingar áður en skýrslan er afhent. Jafnframt verður leitast við að birta viðkomandi skýrslu á vef stofnunarinnar.

Leita að skýrslu

Nýlegar slysa- og atvikaskýrslur:

Flugatvik TF-FIE á Standsted flugvelli í Bretlandi

Í flugtaki varð áhöfn vör við reyk í flugstjórnarklefanum. Áhöfnin hafði samband við flugturn og óskaði eftir því að snúa við og lenda. Flugvélinni ver lent eftir um það bil 11 mínútna flug. Rannsóknarnefnd flugslysa í Bretlandi rannsakaði atvikið og hefur gefið út samantekt (Bulletin).

Skýrsla 18.08.2005
Flugsvið

Flugatvik TF-ARE á Manchester flugvelli í Bretlandi

Þegar verið var að loka hurð flugvélarinnar fyrir brottför klemmdist handleggur flugfreyju á milli handfangs hurðarinnar og þverþils flugvélarinnar með þeim afleiðingum að úlnliður flugfreyjunnar brotnaði. Rannsóknarnefnd flugslysa í Bretlandi rannsakaði atvikið og hefur gefið út samantekt (Bulletin).

Skýrsla 11.06.2005
Flugsvið

Flugatvik TF-ARD við Palma, Mallorca

Skömmu eftir flugtak flaug flugvélin í haglél sem ekki sást á veðurratsjá hennar. Þrátt fyrir skemmdir á loftnetshlíf, lendingarljósum og rúðu aðstoðarflugmanns var fluginu haldið áfram samkvæmt áætlun (til Gatwick flugvallar í Bretlandi). Rannsóknarnefnd flugslysa í Bretlandi rannsakaði atvikið og hefur gefið út samantekt (Bulletin).

Skýrsla 20.08.2005
Flugsvið

Alvarlegt flugatvik TF-VIK sem hlekktist á í flugtaki á Ísafjarðarflugvelli

RNF hefur gefið út skýrslu um alvarlegt flugatvik er varð er TV-VIK (Helio Courier) hlekktist á í flugtaki á Ísafjarðarflugvelli. Flugvélin hóf flugtaksbrun af flughlaði án vængbarða og stefndi að öryggissvæði til hliðar við flugbraut. Í flugtakinu rakst hægra hæðarstýri flugvélarinnar í jörðina og olli töluverðum skemmdum.

Skýrsla 05.12.2005
Flugsvið

Alvarlegt flugatvik TF-VEJ á Selfossflugvelli

TF-VEJ (Britten-Norman Islander) frá Flugfélagi Vestmannaeyja lenti á Selfossflugvelli á gamlársdagskvöld 2005. Flugbrautin var upptekin þar sem stillt hafði verið upp skotpöllum fyrir flugeldasýningu. Engin NOTAM voru gefin út um lokun Selfossflugvallar á þessum tíma.

Skýrsla 31.12.2005
Flugsvið

Alvarlegt flugatvik TF-OND (Cessna 152) á Flúðaflugvelli

Flugvélin rann fram af flugbrautarenda eftir lendingu.

Skýrsla 14.07.2005
Flugsvið

Alvarlegt flugatvik TF-ATJ (Boeing 747-400) á Tenerife flugvelli á Spáni

Skemmdir fundust á hreyfilhlíf fyrir hreyfil númer 4 eftir lendingu á Tenerife flugvelli. Hreyfilhlífin hafði snert jörð í lendingu. 6 tillögum í öryggisátt er beint til flugfélagsins Air Atlanta.

Skýrsla 31.05.2005
Flugsvið

Alvarlegt flugatvik TF-ATI (Boeing 747-300) í Madrid

Rannsóknarnefnd flugslysa á Spáni (CIAIAC) hefur gefið út skýrslu um atvik á TF-ATI þann 23. janúar 2005. Flugáhöfnin á TF-ATI hætti við flugtak eftir að hafa fundið fyrir stigvaxandi víbring í flugtaksbruninu sem jókst til muna eftir að 80 hnúta hraða var náð. Rannsóknin leiddi í ljós að víbringurinn var vegna bilunar í ventli í nefhjólsstýringu.

Skýrsla 23.01.2005
Flugsvið

Skýrsla um alvarlegt flugatvik TF-LIF, við Reykjavíkurflugvöll

Drifsköft stélþyrils skemmdust á flugi.

Skýrsla 12.05.2006
Flugsvið

Flugumferðaratvik TF-AIR/FUA701W við Keflavíkurflugvöll

TF-AIR var í sjónflugi til lendingar á flugbraut 20 á Keflavíkurflugvelli. FUA701W var í blindaðflugi að sömu flugbraut. Aðskilnaður varð á milli flugvélanna. Láréttur aðskilnaðurinn varð minnstur 0,3 Nm. Lóðréttur aðskilnaður varð minnstur 300 fet.

Skýrsla 17.08.2006
Flugsvið