Rannsóknarnefnd samgönguslysa hefur gefið út lokaskýrslu vegna flugslyss er varð á flugvél TF-FTM (Cessna 172) á flugvellinum við Sandskeið þann 17. júlí 2015. Flugvélinni hlekktist á í snertilendingu með þeim afleiðingum að hún hafnaði á hvolfi. Við rannsóknina kom í ljós að hliðarvindur var yfir sýndum hámarkshliðarvindi sem og að flugneminn beitti stýrum ekki rétt miðað við vindátt eftir að flugvélin snerti flugbrautina í lendingunni. Telur RNSA að vanmat á hliðarvindstyrk og vindátt séu orsök flugslyssins, auk reynsluleysis flugnemans og rangrar beitingar stýra miðað við vindátt. Skýrsluna má finna undir eftirfarandi hlekk:
http://www.rnsa.is/media/3802/lokaskyrsla-tf-ftm-hlekktist-a-i-snertilendingu-a-sandskeidi.pdf