Rannsóknarnefnd samgönguslysa hefur gefið út lokaskýrslu vegna flugslyss TF-MYX við Hlíðarfjallsveg á Akureyri þann 5. ágúst 2013. Flugvélin var af gerðinni Beech King Air B200 og var notuð til sjúkraflugs. Flugvélin var á leið frá Reykjavík til Akureyrar eftir sjúkraflug frá Hornafirði til Reykjavíkur. Um borð voru flugstjóri, flugmaður og sjúkraflutningamaður. Flugstjórinn og sjúkraflutningamaðurinn létust og flugmaðurinn slasaðist töluvert. Skýrsluna má finna undir eftirfarandi hlekk:

 http://www.rnsa.is/media/3685/m-01513-aig-11-tf-myx-final-report.pdf