Einkaflugmaður hugðist fara í einkaflug frá flugvellinum í Mosfellsbæ um Suðurland, frá flugvellinum á Tungubökkum. Eftir flugtak ákvað flugmaðurinn að gera nokkrar snertilendingar á flugvellinum að Tungubökkum. Hann tók á loft til vesturs og í stað þess að fara hefðbundinn umferðarhring ákvað hann að snúa við og lenda á móti flugtaksstefnu, þ.e. til austurs. Í beygjunni setti flugmaðurinn lofthemil (airbrake) á til þess að lækka flug þar sem hann taldi sig vera of hátt miðað við fjarlægð frá flugvellinum með þeim afleiðingum að flugvélin spann til jarðar og skall í sjónum.

 

Skýrsluna má finna undir eftirfarandi hlekk:

 http://rnsa.is/media/3934/tf-rex-i-sjo-vid-mosfellsbae-lokaskyrsla.pdf