Lokað með bókun

Bókanir:

Alvarlegt flugumferðaratvik TF-BMW (Vulcanair P68) og TF-JMO (F-50) við Esju

TF-BMW (Vulcanair P68) var að fljúga með ljósmyndara í ljósmyndaflugi yfir suðurparti Esjunar þegar aðskilnaðarmissir verður við Fokker 50 flugvél sem var í klifri út frá Reykjavíkurflugvelli. Rannsóknarnefnd samgönguslysa lokaði málinu með bókun þann 24. október 2013.

Bókanir 18.08.2011
Flugsvið

Alvarlegt flugatvik TF-LDS (Dornier 27) við Miklavatn í Fljótum

Einkaflugmaður  lenti flugvélinni of skammt með þeim afleiðingum að hjólabúnaður hennar rakst í bakka fyrir framan flugbrautina. Hjólabúnaðurinn gaf sig og hafnaði flugvélin inni á lendingarstaðnum. Rannsóknarnefnd samgönguslysa lokaði málinu með bókun þann 24. október 2013.

Bókanir 07.08.2011
Flugsvið

Alvarlegt flugatvik TF-FIU (Boeing 757-200) Keflavíkurflugvöllur

Eldur kom upp í hemlunarbúnaði flugvélarinnar. Rannsóknarnefnd samgönguslysa lokaði málinu með bókun þann 24. október 2013.

Bókanir 29.04.2011
Flugsvið

Flugslys TF-JMB (DHC-8) Nuuk í Grænlandi

Við lendingu á flugbraut 23 á flugvellinum í Nuuk í Grænlandi lenti flugvélin harkalega á hægra aðalhjóli með þeim afleiðingum að hjólabúnaðurinn gaf sig. Rannsóknarnefnd flugslysa í Danmörku fór með rannsókn á flugslysinu. Rannsóknarnefnd samgönguslysa lokaði málinu með bókun þann 24. október 2013.

Bókanir 04.03.2011
Flugsvið

Alvarlegt flugatvik TF-SAA (Diamond) Melgerðismelum

Flugstjórnarklefinn fylltist af reyk á flugi og lenti flugmaðurinn henni á Melgerðismelum. Rannsóknarnefnd samgönguslysa lokaði málinu með bókun þann 11. september 2014. 

Bókanir 07.01.2011
Flugsvið