Lokað með bókun Síða 2

Leita að skýrslu

Bókanir:

Alvarlegt flugatvik TF-FAD (Piper PA-38-112) á Húsavíkurflugvelli

Flugnemi í einliðaflugi var á kennsluflugvél TF-FAD. Í beygju utan hafnarinnar við Húsavík varð flugneminn var við gangtruflanir. Snéri flugmaðurinn flugvélinni í átt að flugvellinum á Húsavík og nauðlenti þar.

Bókanir 18.02.2018
Flugsvið

Alvarlegt flugatvik TF-CAB (Gippsland GA8-TC-320) og TF-FGB (Diamond DA-20) á Reykjavíkurflugvelli

Í aðflugi fyrir flugbraut 01 á Reykjavíkurflugvelli flaug flugmaður flugvélar TF-CAB í veg fyrir flugvél TF-FGB.

Bókanir 28.09.2017
Flugsvið

Alvarlegt flugatvik TF-FTZ (Textron 172S) og TF-PIA (Piper PA-28-161) vestan Langjökuls

Flugmenn beggja flugvéla, báðir einkaflugmenn í atvinnuflugnámi, voru ásamt einum farþega hvor við í einkaflugi. Á flugi í um 3300 feta hæð rakst flugvél TF-FTZ á flugvél TF-PIA.

Bókanir 05.09.2017
Flugsvið

Alvarlegt flugatvik TF-FAD (Piper PA-38-112) í Eyjafirði

Flugnemi ásamt flugkennara voru við æfingar í Eyjafirði. Í um 1100 feta hæð yfir Hrafnagili urðu flugmennirnir varir við gangtruflanir í hreyfli. Í kjölfarið var flugvélinni nauðlent á Eyjafjarðarvegi um 1 km sunnan Hrafnagils.

Bókanir 09.05.2017
Flugsvið

Alvarlegt flugatvik TF-KNA (Supercruiser SQ12) í Heiðmörk

Flugvélin varð eldsneytislaus á flugi og nauðlenti á vegi í Heiðmörk. Rannsóknarnefnd samgönguslysa lokaði málinu með bókun þann 2. nóvember 2017.

Bókanir 02.12.2016
Flugsvið

Alvarlegt flugatvik TF-KAJ (Piper PA-18-150) á Tungubakkaflugvelli í Mosfellsbæ

Flugvélinni hlekktist á í lendingu. Rannsóknarnefnd samgönguslysa lokaði málinu með bókun þann 31. desember 2016.

Bókanir 06.07.2016
Flugsvið

Flugslys TF-313 (Zenith STOL CH701)

Fisið missti afl á flugi og nauðlenti. Rannsóknarnefnd samgönguslysa lokaði málinu með bókun 31. desember 2016.

Bókanir 06.07.2016
Flugsvið

Alvarlegt flugatvik TF-BCX (Yak 52) á Reykjavíkurflugvelli

Flugvélinni hlekktist á í lendingu. Rannsóknarnefnd samgönguslysa lokaði málinu með bókun þann 31. desember 2016.

Bókanir 21.05.2016
Flugsvið

Alvarlegt flugatvik TF-GHG (Cessna 152) á flugvellinum á Hólmavík

Flugvél hlekktist á í lendingu. Rannsóknarnefnd samgönguslysa lokaði málinu með bókun 31. desember 2016.

Bókanir 13.02.2016
Flugsvið

Flugslys TF-TLS (Dornier DO27) á Reykjahlíðarflugvelli við Mývatn

Flugvél hlekktist á í lendingu og hafnaði utan flugbrautar. Rannsóknarnefnd samgönguslysa lokaði málinu með bókun þann 31. desember 2016.

Bókanir 04.09.2014
Flugsvið