Framkvæma eldsneytisútreikninga fyrir flug
RNSA minnir flugmenn á að framkvæma eldsneytisútreikninga fyrir flug og tryggja að nægilegt eldsneyti sé fyrir það flug sem þeir hyggjast fljúga, auk varaeldsneytis.
Notkun gátlista
RNSA minnir flugmenn á að nota gátlista.
Hafa kveikt á ratsjársvara
RNSA hvetur flugmenn til þess að hafa ávallt kveikt á ratsjársvara í flugi, sé hann til staðar.
Tilkynningaskylda og að hrófla ekki við vettvangi
RNSA beinir þeim tilmælum til flugmanna að huga að tilkynningaskyldu sinni til RNSA í tilfelli alvarlegra flugatvika og flugslysa. Enn fremur minnir RNSA á að ekki skal hrófla við vettvangi flugslysa og alvarlegra flugatvika, að undanskyldum björgunarstörfum, nema með leyfi RNSA.
Tilkynna alvarleg flugatvik til RNSA
RNSA beinir eftirfarandi tilmælum til flugmanna, flugrekstraraðila sem og veitenda flugleiðsöguþjónustu:
- Að uppfylla skyldur sínar um tilkynningar alvarlegra flugatvika, án undandráttar og án ástæðulausrar tafar, til Rannsóknarnefndar samgönguslysa.
Flugmenn og mismunandi loftför
RNSA hvetur flugmenn að gæta sérstaklega að sér þegar flogið er mismunandi tegundum loftfara.
Undirbúningur flugs
RNSA minnir flugmenn á mikilvægi þess að framkvæma ávallt þyngdarútreikninga og afla sér veðurupplýsinga fyrir hvert flug
Að stunda góða flugmennsku
RNSA beinir eftirfarandi tilmælum til flugmanna:
Að stunda góða flugmennsku (airmansship) með því að notast við og fylgja verkferlum ásamt því að huga vel að undirbúningi flugs.
Heimild frá flugturni
Að flugmenn haldi ekki áfram inn að upphafi skipulagðrar leiðar án undangenginnar heimildar frá flugturni.
Orðnotkun í talstöðvafjarskiptum
RNSA beinir þeim tilmælum til flugmanna að þeir reyna að notast við „Negative“ í stað innskotsorðsins „not“ í talstöðvarfjarskiptum.