Nr. máls: 19-115F031
19.08.2021
Á undanförnum árum hefur RNSA orðið þess áskynja að óvenjumikið hefur orðið um flugslys og alvarleg flugatvik hjá atvinnuflugmönnum í einkaflugi. RNSA beinir því eftirfarandi tilmælum til atvinnuflugmanna í einkaflugi:
Að atvinnuflugmenn í einkaflugi hugi að flugöryggi og hviki hvergi frá notkun á gátlistum, fylgi verkferlum og faglegum vinnubrögðum sem þeir eru vanir að notast við daglega í störfum sínum sem atvinnuflugmenn.