Nr. máls: 23-028F007
30.12.2024
Áminning um tilkynningaskyldu
RNSA minnir flugmenn, flugumferðarstjóra og flugvallarstarfsmenn á 12. grein laga nr. 18/2013 um Rannsókn samgönguslysa sem snýr að tilkynningaskyldu vegna flugslysa og alvarlegra flugatvika. þar kemur meðal annars fram að verði flugslys eða alvarlegt flugatvik samkvæmt lögum þessum ber sérhverjum sem um það veit að tilkynna það rannsóknarnefnd samgönguslysa án ástæðulauss dráttar eða ganga úr skugga um að nefndin hafi fengið vitneskju um slysið.