Mikilvægar ábendingar

Ítrekun á tilkynningarskyldu

Flug
Nr. máls: 23-028F007
30.12.2024

Áminning um tilkynningaskyldu

RNSA minnir flugmenn, flugumferðarstjóra og flugvallarstarfsmenn á 12. grein laga nr. 18/2013 um Rannsókn samgönguslysa sem snýr að tilkynningaskyldu vegna flugslysa og alvarlegra flugatvika. þar kemur meðal annars fram að verði flugslys eða alvarlegt flugatvik samkvæmt lögum þessum ber sérhverjum sem um það veit að tilkynna það rannsóknarnefnd samgönguslysa án ástæðulauss dráttar eða ganga úr skugga um að nefndin hafi fengið vitneskju um slysið.

Tengill á skýrslu

Ítrekun á eldri tillögur

Flug
Nr. máls: 23-028F007
30.12.2024

Ítrekun á eldri tillögur í öryggisátt

RNSA ítrekar við Isavia ohf, Isavia ANS ehf og Isavia Innanlandsflugvalla, fyrri tillögur/ábendingar, sem sjá má í Viðauka A, til þess að komast hjá atviki sem þessu og hvetur fyrirtækin til þess að endurskoða viðbrögð við þeim.

Tengill á skýrslu

Vöktun á loftgæðum um borð í flugvélum

Flug
Nr. máls: 19-001F001
10.10.2024

Loftgæði í flugvélum

Rannsóknarnefnd samgönguslysa mælir með því að flugrekendur vakti gæði lofts í loftförum.

Tengill á skýrslu

Notify ATC in case of in-flight collision

Flug
Nr. máls: 24-011F005
12.09.2024

Notify ATC in case of in-flight collision

SIA-Iceland emphasizes that pilots should always advise ATC in case of in-flight collision, both for the emergency services to be put on standby and as well if any assistance is required.

Virða reglur um lágmarksflughæð

Flug
Nr. máls: 22-010F002
02.05.2024

Virða reglur um lágmarksflughæð

RNSA beinir því til flugmanna að virða flugreglur varðandi lágmarksflughæð.

Tengill á skýrslu Skýrsla

Öruggar aðstæður á lendingarstað

Flug
Nr. máls: 22-010F002
02.05.2024

Öruggar aðstæður á lendingarstað

RNSA beinir því til flugmanna að lenda ekki utan flugbrauta, nema að ganga úr skugga um að aðstæður séu öruggar.

Tengill á skýrslu Skýrsla

Skipulagsskrá EASA

Flug
Nr. máls: 22-010F002
02.05.2024

Skipulagsskrá EASA

RNSA beinir því til flugmanna að þeir kynni sér skipulagsskrá (Charter) Flugöryggisstofnunar Evrópu (EASA) um aukið öryggi í einkaflugi á litlum flugvélum.

Tengill á skýrslu Skýrsla

Takmarkað aðgengi að flugtímagögnum

Flug
Nr. máls: 22-010F002
02.05.2024

Takmarkað aðgengi að flugtímagögnum

RNSA vekur athygli Flugöryggisstofnunar Evrópu (EASA) á vandkvæðum þess að eftirlitsaðilar og rannsakendur flugslysa hafi ekki aðgang að flugtímagögnum flugmanna sem látast í flugslysum og höfðu EASA flugskírteini, ef þau eru vistuð á rafrænu formi á landsvæðum sem ekki lúta lögsögu Evrópuríkja.

Tengill á skýrslu Skýrsla

Radíómaður á jörðu

Flug
Nr. máls: 23-053F015
02.05.2024

Miðlun upplýsinga til flugmanna

RNSA beinir því til forsvarsmanna flughátíða á óstjórnuðum flugvöllum að radíómaður á jörðu miðli upplýsingum til flugmanna um umferð sem ekki er í talstöðvasambandi.

Skýrsla

Further communication should take place for confirmation

Flug
Nr. máls: 20-085F016
27.12.2023

SIA-Iceland reminds pilots, that if there is any doubt about ATC instructions, further communication should take place for confirmation.

Tengill á skýrslu