Mikilvægar ábendingar Síða 3

Framkvæma eldsneytisútreikninga fyrir flug

Flug
Nr. máls: 19-085F023
29.10.2020

RNSA minnir flugmenn á að framkvæma eldsneytisútreikninga fyrir flug og tryggja að nægilegt eldsneyti sé fyrir það flug sem þeir hyggjast fljúga, auk varaeldsneytis.

Tengill á skýrslu

Notkun gátlista

Flug
Nr. máls: 19-085F023
29.10.2020

RNSA minnir flugmenn á að nota gátlista.

Tengill á skýrslu

Hafa kveikt á ratsjársvara

Flug
Nr. máls: 19-085F023
29.10.2020

RNSA hvetur flugmenn til þess að hafa ávallt kveikt á ratsjársvara í flugi, sé hann til staðar.

Tengill á skýrslu

Tilkynningaskylda og að hrófla ekki við vettvangi

Flug
Nr. máls: 20-039F007
09.07.2020

RNSA beinir þeim tilmælum til flugmanna að huga að tilkynningaskyldu sinni til RNSA í tilfelli alvarlegra flugatvika og flugslysa. Enn fremur minnir RNSA á að ekki skal hrófla við vettvangi flugslysa og alvarlegra flugatvika, að undanskyldum björgunarstörfum, nema með leyfi RNSA.

Skýrsla

Tilkynna alvarleg flugatvik til RNSA

Flug
Nr. máls: 16-131F022
30.06.2020

RNSA beinir eftirfarandi tilmælum til flugmanna, flugrekstraraðila sem og veitenda flugleiðsöguþjónustu:

  • Að uppfylla skyldur sínar um tilkynningar alvarlegra flugatvika, án undandráttar og án ástæðulausrar tafar, til Rannsóknarnefndar samgönguslysa.

Tengill á skýrslu

Flugmenn og mismunandi loftför

Flug
Nr. máls: 16-052F012
14.05.2020

RNSA hvetur flugmenn að gæta sérstaklega að sér þegar flogið er mismunandi tegundum loftfara.

Tengill á skýrslu Skýrsla

Undirbúningur flugs

Flug
Nr. máls: 16-052F012
14.05.2020

RNSA minnir flugmenn á mikilvægi þess að framkvæma ávallt þyngdarútreikninga og afla sér veðurupplýsinga fyrir hvert flug

Tengill á skýrslu Skýrsla

Að stunda góða flugmennsku

Flug
Nr. máls: 19-114F030
05.03.2020

RNSA beinir eftirfarandi tilmælum til flugmanna:

Að stunda góða flugmennsku (airmansship) með því að notast við og fylgja verkferlum ásamt því að huga vel að undirbúningi flugs.

Skýrsla

Heimild frá flugturni

Flug
Nr. máls: 18-049F010
08.08.2019

Að flugmenn haldi ekki áfram inn að upphafi skipulagðrar leiðar án undangenginnar heimildar frá flugturni.

Tengill á skýrslu Skýrsla

Orðnotkun í talstöðvafjarskiptum

Flug
Nr. máls: 18-207F036
08.08.2019

RNSA beinir þeim tilmælum til flugmanna að þeir reyna að notast við „Negative“ í stað innskotsorðsins „not“ í talstöðvarfjarskiptum.

Skýrsla