RNSA hefur um árabil haft milligöngu með námskeið í rannsóknum flugslysa sem haldið er á Íslandi. Námskeiðið er sett upp í samvinnu við Southern California Safety Institute. Námskeiðið er sérstaklega sett upp fyrir þá aðila sem koma að málum þegar til rannsóknar á flugslysum eða alvarlegum flugatvikum kemur, svo sem flugrekstraraðilar, flugvallaraðilar, flugstjórnaraðilar, aðila frá Samgöngustofu ásamt viðbragðsaðilum svo sem lögreglu, slökkviliði og björgunaraðilum.
Nánar um námskeiðið má finna hér