Slysa- og atvikaskýrslur

Leita að skýrslu

Nýlegar slysa- og atvikaskýrslur:

Serious incident N525FF (Cessna 525 Citation) during takeoff from BIRK

An airplane took off from RWY 19 at BIRK airport without a takeoff clearance. As the airplane took off, just prior to reaching the RWY 19 and RWY 13 intersection it subsequently flew over a sanding truck that was sanding RWY 13. There was a serious risk of collision.

Skýrsla
Tillaga í öryggisátt:
English language on BIRK ATC frequencies 11.01.2018
Flugsvið

Alvarlegt flugatvik TF-FTO (Textron 172S) í umferðarhring á BIRK

Flugvélin var í umferðarhring á BIRK þegar rykkur kom á flugvélina og hún kinkaði niður. Eftir þetta hökkti hæðarstýri, það var þungt og ekki hægt að beita því að fullu. Flugvélinni var lent með því að nota hæðarstillu og hreyflainngjöf.

Skýrsla 08.03.2017
Flugsvið

Alvarlegt flugumferðaratvik milli OY-HIT (AS 350B2) og TF-FGB (DA-20) á BIRK

Árekstrarhætta þyrlu og kennsluflugvélar við brautamót flugbrauta 01 og 13 á Reykjavíkurflugvelli (BIRK).

Skýrsla
Tillaga í öryggisátt:
Endurskoðun verklags vegna tilkynninga til RNSA
Endurskoðun verklagsreglna vegna heimilda til aksturs og flugtaks þegar tvær flugbrautir eru í notkun 15.11.2014
Flugsvið

Serious incident involving G-BYLP (Rand KR-2) at the east coast of Iceland

A pilot was flying his home built plane VFR from Vaagar in the Faroe Islands to Egilsstadir in Iceland. When he got closer to the coast of Iceland, the pilot flew into clouds. In order to gain VMC again he descended. Subsequently the artificial horizon failed and the pilot became disoriented and unsure of the aircraft’s attitude. The pilot placed the controls so the aircraft would descend in a spiral flight and descended in a spiral until he got below the cloud base at 200 feet. The pilot then leveled out of the spiral and flew below the clouds, heading north, until he managed to fly visually to Egilsstadir airport.

Skýrsla
Tillaga í öryggisátt:
Aviation weather also published in English
Instructions for pilots in English on the Icelandic Met Office homepage
Make the airport at Höfn an entry airport into Iceland 04.07.2014
Flugsvið

Flugslys N610LC (DHC-2 Beaver) í Barkárdal

Klukkan 14:01 þann 9. ágúst 2015 flaug flugmaður ásamt félaga sínum, ferjuflugmanni, flugvél N610LC, sem er af gerðinni De Havilland DHC-2 Beaver, í sjónflugi frá flugvellinum á Akureyri áleiðis til Keflavíkurflugvallar. Tilgangur flugsins var að ferja flugvélina frá Akureyri til Bandaríkjanna þar sem að selja átti flugvélina. Var flugvélinni flogið út Eyjafjörð frá Akureyri, yfir Þelamörk og inn Öxnadal. Lágskýjað var og ekki reyndist unnt af fljúga yfir Öxnadalsheiði. Var flugvélinni því snúið við innarlega í Öxnadal og flogið út í átt að Staðartunguhálsi þar sem stefnan var svo tekin í átt að botni Hörgárdals. Inni í Hörgárdal reyndist einnig ófært yfir Hörgárdalsheiði vegna lágra skýja. Var flugvélinni því aftur snúið við. Hugðust flugmennirnir þá fljúga í kringum Tröllaskagann samkvæmt varaplani sínu, en þegar þeir komu aftur að Staðartunguhálsi sýndist þeim þeir sjá gat í skýjunum innst inni í Barkárdal. Var því sú skyndiákvörðun tekin af báðum flugmönnunum að fljúga inn Barkárdal. 

Barkárdalur er langur og þröngur dalur með 3000-4500 feta háum fjöllum beggja vegna. Innst inni í Barkárdal er fjallaskarð sem liggur lægst í um 3900 feta hæð. Um þremur korterum eftir flugtak brotlenti flugvélin innarlega í Barkárdal í um 2260 feta hæð.

Við rannsóknina kom í ljós að flugvélin var ofhlaðin og var afkastageta hennar talsvert skert af þeim sökum. Rannsóknin leiddi í ljós að ekki voru sjónflugsskilyrði á flugleiðinni yfir Tröllaskaga. RNSA telur að mannlegir þættir hafi átt stóran þátt í flugslysinu og þá er einnig talið að blöndungsísing hafi haft áhrif í flugslysinu.

Skýrslan er skrifuð á ensku þar sem málsaðilar eru bæði íslenskir og erlendir, en slíkt er heimilt samkvæmt 32. grein laga [18/2013] um rannsókn samgönguslysa.

Skýrsla
Tillaga í öryggisátt:
Amendment to Icelandic regulation 70/2011 09.08.2015
Flugsvið

Flugslys TF-REX (Jodel D117A) vestur af Tungubökkum í Mosfellsbæ

Einkaflugmaður hugðist fara í einkaflug frá flugvellinum í Mosfellsbæ um Suðurland, frá flugvellinum á Tungubökkum. Eftir flugtak ákvað flugmaðurinn að gera nokkrar snertilendingar á flugvellinum að Tungubökkum. Hann tók á loft til vesturs og í stað þess að fara hefðbundinn umferðarhring ákvað hann að snúa við og lenda á móti flugtaksstefnu, þ.e. til austurs. Í beygjunni setti flugmaðurinn lofthemil (airbrake) á til þess að lækka flug þar sem hann taldi sig vera of hátt miðað við fjarlægð frá flugvellinum með þeim afleiðingum að flugvélin spann til jarðar og skall í sjónum.

 

Skýrsla 11.05.2015
Flugsvið

Flugslys TF-150 (Sky Ranger) við Löngufjörur á Snæfellsnesi

Þann 7. júní 2014 hugðist fisflugmaður flytja vistir til hestamanna á Löngufjörum á Snæfellsnesi. Flugmaðurinn þekkir til aðstæðna á Löngufjörum og hafði lent þar oft áður. Þegar fisinu var flogið inn á lokastefnu fyrir lendingu í fjöru missti það hæð og brotlenti í fjöruborðinu.

Skýrsla 07.06.2014
Flugsvið

Flugslys TF-FTM (Cessna 172) við Sandskeið

Þann 17. júlí 2015 hugðist flugnemi  í einflugi á flugvélinni TF-FTM (Cessna 172) snertilenda á flugvellinum við Sandskeið. Hlekktist flugvélinni á í snertilendingunni með þeim afleiðingum að hún hafnaði á hvolfi. Við rannsóknina kom í ljós að hliðarvindur var yfir sýndum hámarkshliðarvindi sem og að flugneminn beitti stýrum ekki rétt miðað við vindátt eftir að flugvélin snerti flugbrautina í lendingunni. Telur RNSA að vanmat á hliðarvindstyrk og vindátt séu orsök flugslyssins, auk reynsluleysis flugnemans og rangrar beitingar stýra miðað við vindátt. 

Skýrsla 17.07.2015
Flugsvið

Alvarlegt flugatvik TF-FGC (Diamond DA-20) nauðlenti á Sandskeiði eftir að hreyfill missti afl

Flugkennari var með flugnema í kynnisflugi í Austursvæði ofan Reykjavíkur. Í klifri í um 2200 feta hæð varð flugkennarinn var við óeðlilegt hljóð frá hreyfli flugvélarinnar. Var þá flugvélin stödd í grennd við Litlu kaffistofuna og stefndi flugkennarinn þá flugvélinni í átt að flugvellinum við Sandskeið. Skammt frá Sandskeiði stöðvaðist hreyfill flugvélarinnar og lýsti flugkennarinn þá yfir neyðarástandi og nauðlenti flugvélinni á flugvellinum við Sandskeið. Leiddi rannsókn RNSA í ljós að málmagnir var að finna í mælistykki í eldsneytiskerfi flugvélarinnar, en hreyfill hennar hafði verið grannskoðaður skömmu áður.

Skýrsla 13.09.2014
Flugsvið

Accident involving TF-142 (Xair-F) in Mosfellsdalur

Klukkan 18:15 þann 28. ágúst 2014 tók fisflugmaður á loft á fisi TF-142 ásamt einum farþega frá fisflugvellinum við Úlfarsfell. Fisið hafði verið á flugi í tæpt korter með fisflugmann og farþega eftir flugtak frá fisflugvellinum við Úlfársfell þegar vart verður við gangtruflanir. Flugmaðurinn sér heppilegan lendingarstað á malarvegi sem liggur þvert á veg 35 í Mosfellsdal, skammt frá Helgafelli og stefndi þangað. Í lendingunni rakst vinstri vængur fissins í ljósastaur og nérist fisið í hálfhring og hafnaði á vegi 35. Skýrslan er skrifuð á ensku þar sem að sá aðili sem tillögu í öryggisátt er beint til er ekki íslenskur.

At 18:15 on August 28th 2014 an ultralight pilot took off from the ultralight air strip at Úlfarsfell along with one passenger on ultralight registered as TF-142. After less than 15 minutes of flying the ultralight‘s engine lost power. The pilot looked for a possible landing site and noticed a gravel road extending out from Road 35 in Mosfellsdalur. As the ultralight was about to glide across Road 35 on its way to the emergency landing site, its left wing hit a light pole. The ultralight turned 180° and came to rest in the middle of Road 35.

Skýrsla
Tillaga í öryggisátt:
Updating of operator's manual 28.08.2014
Flugsvið