Alvarlegt flugatvik TF-FIH (Boeing 757-200PCF) á Keflavíkurflugvelli

Alvarlegt flugatvik TF-FIH (Boeing 757-200PCF) á Keflavíkurflugvelli

RNSA hefur gefið út lokaskýrslu vegna alvarlegs flugatviks TF-FIH (B757-200PCF) á Keflavíkurflugvelli þann 30. janúar 2011.

Verið var að fara tæma fragt úr flugvélinni í miklum vindi þegar festingar aðalfragthurðarinnar, sem var opin, gáfu sig með þeim afleiðingum að fragthurðin skall niður. Rannsóknin leiddi í ljós að hönnun festinga fragthurðarinnar voru ófullnægjandi fyrir vindstyrkinn sem var er atvikið varð.

Rannsóknarnefnd samgönguslysa leggur til þrjár tillögur í öryggisátt í skýrslunni og er þeim beint til Precision Conversions (hönnuðar fragtbreytingar flugvélarinnar), Evrópsku Flugöryggisstofnunarinnar (EASA) og Bandarísku flugmálastjórnarinnar (FAA).

Skýrsla
Tillaga í öryggisátt:
Change of door design EASA mandate of design change to cargo door due to maximum wind operation loading FAA mandate of design change to cargo door due to maximum wind operation loading 30.01.2011
Flugsvið