Alvarlegt flugatvik TF-KFD (Diamond DA-40) nálægt Geysi í Haukadal

Alvarlegt flugatvik TF-KFD (Diamond DA-40) nálægt Geysi í Haukadal

Þann 20. október 2013 var flugmaður á flugi á flugvél TF-KFD, sem er af gerðinni Diamond DA-40, ásamt einum farþega. Á flugi frá Gullfossi að Geysi varð flugmaðurinn var við þegar hreyfillinn fór að hökkta og missti afl í kjölfarið. Flugmaðurinn fór í gegnum neyðarviðbrögð flugvélarinnar og nauðlenti í kjölfarið á vegi númer 35, um 2 km norðaustan við Geysi í Haukadal.

Í ljós kom að sveifarás hreyfilsins hafði brotnað ásamt öðrum hreyfilskemmdum sem raktar voru til þess að festibolti í enda sveiffarásins hafði losnað.

Tvær tillögur í öryggisátt eru gefnar út í skýrslunni og er þeim báðum beint til framleiðanda hreyfilsins. Skýrslan er rituð á ensku þar sem að framleiðandi hreyfilsins ekki íslenskur.

Skýrsla
Tillaga í öryggisátt:
Critical pulley fastener notification Design of pulley fastener locking 20.10.2013
Flugsvið