Flugslys TF-KAJ (Piper-PA-18) á Flám á Tröllaskaga

Flugslys TF-KAJ (Piper-PA-18) á Flám á Tröllaskaga

Þann 22. júní 2014 var flugmaður á flugvélinni TF-KAJ á flugi frá Akureyri að Miklavatni í Fljótum. Þegar flugmaðurinn nálgaðist Þorvaldsdal sá hann að þokubakki var í dalnum sem virtist rísa upp og nálgast hann. Hann ákvað því að snúa við. Þegar hann hafði tekið um 90° beygju til vinstri (til suðvesturs) kom þokan snögglega yfir hann og sá hann ekki lengur til jarðar. Flugmaðurinn hætti þá við beygjuna og leitaðist við að halda flugvélinni láréttri og lækka flugið. Stuttu seinna skall flugvélin á snæviþöktum toppi Fláa og kastaðist upp á ný. Flugmaðurinn dró þá aflið af hreyflinum, togaði stýrið að sér til fulls og flugvélin lenti. Samkvæmt upplýsingum frá flugmanninum stöðvaðist flugvélin um það bil 200 metrum eftir að hún snerti fyrst snjóinn.  Flugmanninn sakaði ekki. Hjólabúnaður og loftskrúfa skemmdust. 

Skýrsla
Tillaga í öryggisátt:
Sjónflugsflugvélar í blindflugsaðstæðum 22.06.2014
Flugsvið