Slysa- og atvikaskýrslur

Leita að skýrslu

Nýlegar slysa- og atvikaskýrslur:

Flugslys N610LC (DHC-2 Beaver) í Barkárdal

Klukkan 14:01 þann 9. ágúst 2015 flaug flugmaður ásamt félaga sínum, ferjuflugmanni, flugvél N610LC, sem er af gerðinni De Havilland DHC-2 Beaver, í sjónflugi frá flugvellinum á Akureyri áleiðis til Keflavíkurflugvallar. Tilgangur flugsins var að ferja flugvélina frá Akureyri til Bandaríkjanna þar sem að selja átti flugvélina. Var flugvélinni flogið út Eyjafjörð frá Akureyri, yfir Þelamörk og inn Öxnadal. Lágskýjað var og ekki reyndist unnt af fljúga yfir Öxnadalsheiði. Var flugvélinni því snúið við innarlega í Öxnadal og flogið út í átt að Staðartunguhálsi þar sem stefnan var svo tekin í átt að botni Hörgárdals. Inni í Hörgárdal reyndist einnig ófært yfir Hörgárdalsheiði vegna lágra skýja. Var flugvélinni því aftur snúið við. Hugðust flugmennirnir þá fljúga í kringum Tröllaskagann samkvæmt varaplani sínu, en þegar þeir komu aftur að Staðartunguhálsi sýndist þeim þeir sjá gat í skýjunum innst inni í Barkárdal. Var því sú skyndiákvörðun tekin af báðum flugmönnunum að fljúga inn Barkárdal. 

Barkárdalur er langur og þröngur dalur með 3000-4500 feta háum fjöllum beggja vegna. Innst inni í Barkárdal er fjallaskarð sem liggur lægst í um 3900 feta hæð. Um þremur korterum eftir flugtak brotlenti flugvélin innarlega í Barkárdal í um 2260 feta hæð.

Við rannsóknina kom í ljós að flugvélin var ofhlaðin og var afkastageta hennar talsvert skert af þeim sökum. Rannsóknin leiddi í ljós að ekki voru sjónflugsskilyrði á flugleiðinni yfir Tröllaskaga. RNSA telur að mannlegir þættir hafi átt stóran þátt í flugslysinu og þá er einnig talið að blöndungsísing hafi haft áhrif í flugslysinu.

Skýrslan er skrifuð á ensku þar sem málsaðilar eru bæði íslenskir og erlendir, en slíkt er heimilt samkvæmt 32. grein laga [18/2013] um rannsókn samgönguslysa.

Skýrsla
Tillaga í öryggisátt:
Amendment to Icelandic regulation 70/2011 09.08.2015
Flugsvið

Flugslys TF-REX (Jodel D117A) vestur af Tungubökkum í Mosfellsbæ

Einkaflugmaður hugðist fara í einkaflug frá flugvellinum í Mosfellsbæ um Suðurland, frá flugvellinum á Tungubökkum. Eftir flugtak ákvað flugmaðurinn að gera nokkrar snertilendingar á flugvellinum að Tungubökkum. Hann tók á loft til vesturs og í stað þess að fara hefðbundinn umferðarhring ákvað hann að snúa við og lenda á móti flugtaksstefnu, þ.e. til austurs. Í beygjunni setti flugmaðurinn lofthemil (airbrake) á til þess að lækka flug þar sem hann taldi sig vera of hátt miðað við fjarlægð frá flugvellinum með þeim afleiðingum að flugvélin spann til jarðar og skall í sjónum.

 

Skýrsla 11.05.2015
Flugsvið

Flugslys TF-FTM (Cessna 172) við Sandskeið

Þann 17. júlí 2015 hugðist flugnemi  í einflugi á flugvélinni TF-FTM (Cessna 172) snertilenda á flugvellinum við Sandskeið. Hlekktist flugvélinni á í snertilendingunni með þeim afleiðingum að hún hafnaði á hvolfi. Við rannsóknina kom í ljós að hliðarvindur var yfir sýndum hámarkshliðarvindi sem og að flugneminn beitti stýrum ekki rétt miðað við vindátt eftir að flugvélin snerti flugbrautina í lendingunni. Telur RNSA að vanmat á hliðarvindstyrk og vindátt séu orsök flugslyssins, auk reynsluleysis flugnemans og rangrar beitingar stýra miðað við vindátt. 

Skýrsla 17.07.2015
Flugsvið