2013

Verklag um samsetningu

Flug
Nr. máls: M-01511/AIG-12
Staða máls: Lokuð
24.10.2013

Tillaga í öryggisátt

Rannsóknarnefnd samgönguslysa leggur til að Svifflugfélag Akureyrar setji upp skriflega verkferla fyrir samsetningu svifflugvéla í sinni umsjá og tryggi að þeim sé fylgt.

Afgreiðsla

Svifflugfélagi Akureyrar hefur sett upp eftirfarandi verklag:

Samsetning á svifflugum skal framkvæmd af vönum aðila og eftir handbók viðkomandi vélar. Ef kostur er þá skal vanur maður velja annan aðila til þjálfunar við samsetningu til að tryggja að sem flestir kunni rétt til verka. Einungis einn aðili ber ábyrgð á samsetningunni. Ef ekki er kostur á vönum manni við samsetningu til dæmis ef um nýja vél er að ræða þá skal vélin sett saman eftir handbók vélarinnar en ætíð skal leitast eftir því að fá leiðbeiningar og sýnikennslu um samsetningu áður en tekið er á móti nýrri vél.

Það sem hafa ber sérstaklega í huga:

  • Alls ekki má trufla aðila sem er að stjórna samsetningunni, ef utanaðkomandi aðilar koma að og eru með spurningar eða annað þá skal þeim bent á að stíga til hliðar þar til samsetningu er lokið. Aðilar í samsetningu skulu ekki láta síma ónáða sig.
  • Eftir samsetningu skal prófa sérstaklega vel að allir stýrifletir virki sem skildi (positive control check)

 

Úttekt á samsetningu

Flug
Nr. máls: M-01511/AIG-12
Staða máls: Lokuð
24.10.2013

Tillaga í öryggisátt

Rannsóknarnefnd samgönguslysa leggur til við Svifflugfélag Akureyrar að verkferlar fyrir samsetningu svifflugvéla krefjist þess að aðili sem ekki kom að samsetningunni taki verkið út.

Afgreiðsla

Svifflugfélagi Akureyrar hefur sett sér eftirfarandi verklag:

Eftir samsetningu þá skal annar aðili fara yfir allar tengingar og sannreyna að vélin sé rétt samansett. Sú skoðun má fara fram áður en lok eða límband eru sett yfir tengingar.

Ratsjársvarar sem gefa upp málþrýstingshæð

Flug
Nr. máls: M-03009/AIG-17
Staða máls: Opin
02.10.2013

Tillaga í öryggisátt

RNSA vill árétta tillögu sem RNF gerði við rannsókn á flugumferðaatviki TF-FTZ og TF-JMB sem varð norður af Viðey 30. september 2008 (M-05908/AIG-18):

  • Rannsóknarnefnd flugslysa beinir því til Flugmálastjórnar Íslands að hún setji kröfur um að flugvélar í sjónflugi í flugstjórnarsviðum flugvalla á Íslandi séu búnar ratsjársvara sem gefur upp málþrýstingshæð.

Afgreiðsla

Óafgreitt af Samgöngustofu

Verklag aðflugsstjórnar á Akureyrarflugvelli

Flug
Nr. máls: M-03009/AIG-17
Staða máls: Lokuð
02.10.2013

Tillaga í öryggisátt

RNSA beinir því til ISAVIA að yfirfara verkferla við aðflugsstjórn á Akureyri og skoða hvort þörf sé á breyttu verklagi og búnaði við þá þjónustu.

Afgreiðsla

Frá því atvikið átti sér stað 2009 hefur Isavia lagt í talsverða vinnu við uppfærslu á verklagi og búnaði fyrir þá aðflugsþjónustu sem veitt er á Akureyri. Má þar nefna m.a.:

  • 2011 voru skilgreind og gefin út verklög vegna radaraðfluga
  • 2013 var útbúið verklag um daglega prófun á virkni ratsjár
  • 2014 var ratsjá endurnýjuð að miklu leiti
  • 2017 upptaka ratsjárgagna innleidd

Áhrif grasbrauta á afkastagetu

Flug
Nr. máls: M-02511/AIG-18
Staða máls: Lokuð
12.09.2013

Tillaga í öryggisátt

Rannsóknarnefnd samgönguslysa beinir því til Samgöngustofu (áður Flugmálastjórnar Íslands) að hún komi á framfæri leiðbeinandi upplýsingum til flugmanna um áhrif grasbrauta á afkastagetu flugvéla í flugtaki og lendingu.

Afgreiðsla

Samgöngustofa hefur útbúið og gefið út á heimasíðu sinni upplýsingabækling og tilmæli um „Lendingar og flugtök á grasflötum“. Nálgast má efnið undir fræðsluefni fyrir einkaflugmenn á heimasíðu Samgöngustofu eða hér.

Lágmarkshæð við slátt á grasbrautum

Flug
Nr. máls: M-02511/AIG-18
Staða máls: Lokuð
12.09.2013

Tillaga í öryggisátt

Rannsóknarnefnd samgönguslysa beinir því til ISAVIA að það setji lámarks hæðarviðmið við slátt á grasflugbrautum með hörðu undirlagi vegna hættu á aukinni lendingarvegalengd á slíkum flugbrautum í bleytu.

Afgreiðsla

Málið afgreitt með verklagsleiðbeiningum Isavia.

Verklag um eftirlit og slátt grasbrauta

Flug
Nr. máls: M-02511/AIG-18
Staða máls: Lokuð
12.09.2013

Tillaga í öryggisátt

Rannsóknarnefnd samgönguslysa beinir því til ISAVIA að það endurskoði verklagsreglu VR572 02-1 í rekstrarhandbók með tilliti til setningarinnar „vorverks“ og „að vori“, þar sem að grasbrautir geta vaxið yfir 7 sm frá vorslætti og þurfa reglulegt eftirlit og viðhald yfir sumartímann.

Afgreiðsla

Verklagsregla VR525 01, Eftirliti og rekstur á grasflugbrautum, gefin út í stað verklagsreglu 572-02-1. Í verklagsreglunni er fjallað um að grasspretta megi ekki fara yfir 7cm og skal umsjónamaður flugvallarins fylgjast með sprettunni með því að mæla hæð grassins á nokkrum stöðum á flugvellinum. Reynslan hefur sýnt sig að umsjónarmenn grasflugbrauta okkar slá grasið þegar það er frá 5 og upp í 7 cm á hæð.