Áhrif grasbrauta á afkastagetu
Tillaga í öryggisátt
Rannsóknarnefnd samgönguslysa beinir því til Samgöngustofu (áður Flugmálastjórnar Íslands) að hún komi á framfæri leiðbeinandi upplýsingum til flugmanna um áhrif grasbrauta á afkastagetu flugvéla í flugtaki og lendingu.
Afgreiðsla
Samgöngustofa hefur útbúið og gefið út á heimasíðu sinni upplýsingabækling og tilmæli um „Lendingar og flugtök á grasflötum“. Nálgast má efnið undir fræðsluefni fyrir einkaflugmenn á heimasíðu Samgöngustofu eða hér.