Verklag um eftirlit og slátt grasbrauta

Verklag um eftirlit og slátt grasbrauta

Flug
Nr. máls: M-02511/AIG-18
Staða máls: Lokuð
Farðu í skýrslu 12.09.2013

Tillaga í öryggisátt

Rannsóknarnefnd samgönguslysa beinir því til ISAVIA að það endurskoði verklagsreglu VR572 02-1 í rekstrarhandbók með tilliti til setningarinnar „vorverks“ og „að vori“, þar sem að grasbrautir geta vaxið yfir 7 sm frá vorslætti og þurfa reglulegt eftirlit og viðhald yfir sumartímann.

Afgreiðsla

Verklagsregla VR525 01, Eftirliti og rekstur á grasflugbrautum, gefin út í stað verklagsreglu 572-02-1. Í verklagsreglunni er fjallað um að grasspretta megi ekki fara yfir 7cm og skal umsjónamaður flugvallarins fylgjast með sprettunni með því að mæla hæð grassins á nokkrum stöðum á flugvellinum. Reynslan hefur sýnt sig að umsjónarmenn grasflugbrauta okkar slá grasið þegar það er frá 5 og upp í 7 cm á hæð.