Kennsluflug í meiri hæð
Tillaga í öryggisátt
RNSA beinir því til fisfélagsins Sléttunnar að verklegt kennsluflug verði framkvæmt í meiri hæð í skilgreindu æfingarsvæði.
Afgreiðsla
Fisfélagið Sléttan í samvinnu við fisfélag Reykjavíkur og Samgöngustofu hefur hafið vinnu við endurskoðun verklagshandbóka fisfélaga. Vonast er til að þetta klárist vorið 2016.