Leita
Mörk svæða sýnilegri úr lofti
Tillaga í öryggisátt
RNSA leggur til að Samgöngustofa endurskoði staðsetningu Austursvæðis og Sandskeiðs með tilliti til marka þeirra þannig að þau verði auðséð úr lofti.
Afgreiðsla
Samgöngustofa setti af stað verkefni um endurskipulagningu svæða og sjónflugsumferðar fyrir austan BIRK. Reglur um breytta tilhögun sjónflugs í Austursvæði og austur af BIRK tóku gildi 1. júní 2016. Hin breytta tilhögun er byggð á hættugreiningu og áhættumati sem unnið var af Isavia að beiðni SGS. Flugumferðarstjórar sem og notendur loftrýmis (m.a. einkaflugmenn, prófdómarar, þyrluflugmenn) tóku þátt í þeirri vinnu og SGS stýrði síðan úrvinnslu lokatillagna, sem aftur voru rýndar af SGS og tryggði SGS að sömu aðilar kæmu ekki að úrvinnslu tillagna og rýni.
Eftirfarandi breytingar má finna í AIP, sjá hér.
Research of similar design
Tillaga í öryggisátt
The Icelandic Transportation Safety Board (ITSB) recommends to Boeing, to research other Boeing large transport category aircraft for similar spoiler actuator design and take corrective action as needed .
Afgreiðsla
The FAA has issued Safety Recommendation 15.116, gathering and reviewing compliance data, including hazard assessments, for each type of Title 14, Code of Federal Regulations (14 CFR) Part 25 airplane operating under part 121. The FAA will be addressing Safety Recommendation 15.116 for U.S.-manufactured aircraft.
Sjónflugsflugvélar í blindflugsaðstæðum
Tillaga í öryggisátt
RNSA leggur áherslu á að flugmenn, og þá sérstaklega þeir sem hafa mikla blindflugsreynslu, vanmeti ekki þær aðstæður sem geta skapast í sjónflugi á flugvélum sem ekki eru útbúnar til blindflugs.
Afgreiðsla
Þessari tillögu er beint til flugmanna almennt og því er henni lokið með útgáfu hennar. Að auki mun RNSA ræða þessa tillögu á næstu flugöryggisfundum.
Verklag um fjarskipti
Tillaga í öryggisátt
RNSA leggur til að Samgöngustofa setji verklag fyrir fjarskipti við flugvelli sem ekki njóta flugumferðarþjónustu og kynni það.
Afgreiðsla
Samgöngustofa hefur í samráði við Isavia lagfært orðalagið í AIP GEN 3.4.4.11 þar sem upplýsingar um leiðbeinandi verklag um Fjarskipti í sjónflugi innanlands eru birtar. Breytingarnar á AIP tóku gildi 28. apríl 2016.