Fjarskiptaupptökur

Fjarskiptaupptökur

Flug
Nr. máls: M-00713/AIG-06
Staða máls: Lokuð
Farðu í skýrslu Farðu í skýrslu 20.04.2015

Tillaga í öryggisátt

RNSA leggur til að Samgöngustofa sjái til þess að afrit af fjarskiptum á skilgreindum svifflugs- og æfingasvæðum á Íslandi verði tiltæk í þágu rannsóknarhagsmuna.

Afgreiðsla

Samgöngustofa vinnur að mati á því hvort líkur séu á að flugöryggi yrði bætt með því að gera kröfur um fjarskiptabúnað í svæðunum sem og upptökubúnað og þá með tilliti til þeirra breytinga sem verið er að vinna að á Austursvæði og svæðinu í kringum Sandskeið.

Niðurstaða matsins:

Fyrr á þessu ári (2017) rýndi SGS þau flugatvik sem tilkynnt voru árið 2016 og tengdust starfrækslu innan þeirra svæða sem skilgreind hafa verið og eru talin upp hér að neðan. Ekkert atvik hafði verið tilkynnt til SGS sem var þess eðlis að upptökur fjarskipta í umræddum svæðum hefðu skipt máli fyrir rannsókn atviksins. SGS taldi rétt að safna frekari gögnum og ákvað því að hafa málið opið lengur og endurmeta stöðuna síðar á þessu ári.

Nú hefur sú skoðun farið fram, rýnd voru þau atvik sem tilkynnt hafa verið og tengjast starfrækslu í Austursvæði og á Sandskeiði, engin atvik voru tilkynnt vegna starfrækslu í öðrum þeim svæðum sem upp eru talin hér að neðan. Það er mat SGS að upptökur fjarskipta innan umræddra svæða hefðu gert neitt til viðbótar við þær upptökur sem þegar eru gerðar á fjarskiptum í flug.

Samgöngustofa mun því að svo stöddu ekki gera þá kröfu að afrit af fjarskiptum á skilgreindum svifflugs- og æfingasvæðum á Íslandi verði gerð tiltæk eins og lagt var til af Rannsóknarnefnd samgönguslysa. Við óskum eftir því að málinu verði lokað með þeirri afgreiðslu SGS.