Verklag um fjarskipti
Tillaga í öryggisátt
RNSA leggur til að Samgöngustofa setji verklag fyrir fjarskipti við flugvelli sem ekki njóta flugumferðarþjónustu og kynni það.
Afgreiðsla
Samgöngustofa hefur í samráði við Isavia lagfært orðalagið í AIP GEN 3.4.4.11 þar sem upplýsingar um leiðbeinandi verklag um Fjarskipti í sjónflugi innanlands eru birtar. Breytingarnar á AIP tóku gildi 28. apríl 2016.