Hlustun á turnrás í farartækjum flugvallarþjónustu
Tillaga í öryggisátt
Að Isavia skoði þann möguleika að tengja hlustun á turnrás inn á fjarskiptatæki í farartækjum flugvallarþjónustu Reykjavíkurflugvallar til þess að auka næmi á aðstæður (situational awareness).
Afgreiðsla
Isavia Innanlandsflugvellir hefur skoðað tillögu RNSA og lagt mat á eftirfarandi:
- Samtenging (coupling) tíðna í fjarskiptakerfi turnsins:
- Virkar ekki vegna áhrifa og truflana á Grund vinnustöðvar í turni.
- Vinna hefur verið í gangi til að draga úr álagi á TWR vinnustöðina meðal annars með því að láta Grund stjórna ökutækjum.
- Færa ökutæki á tíðni TWR, 118,0 MHz:
- Virkar illa vegna aukningar álags á tíðni TWR.
- Einnig er ökutækjum stjórnað af Grund til að dreifa álagi á ATS samanber ofangreint.
- Bæta við hlustun ökutækja á tíðni TWR, 118,0 MHz:
- Kaup á talstöðvum í ökutæki flugvallarþjónustu:
- Ekki hægt að framkvæma að svo stöddu vegna mikils kostnaðar.
- Kaup á „scannerum“ í ökutæki flugvallarþjónustu:
- Verður sett upp í þeim ökutækjum þar sem hægt er.
- Þessi lausn gengur samt ekki upp í tveimur ökutækjum vegna hávaða í viðkomandi tækjum og þar munu stjórnendur þeirra fá heyrnartól til að útiloka hávaðann í vinnurýminu en geta hlustað á grund og vinnustöð flugvallarþjónustu.
- Þarna er ekki hægt að leysa hlustun á þriðju talstöðvar rásina.
- Kaup á talstöðvum í ökutæki flugvallarþjónustu:
- Einnig verður hugtakið situational awareness sett inn í grunnþjálfun og farið yfir hvernig flugvallarstarfsmenn geta eflt eigin stöðuvitund og árvekni við störf sem eru einhæf og álagstengd eins og snjómokstur er.
- Farið verður í vinnu með flugvallarstarfsmönnum fyrir vetrarvertíðina og kerfisbundnari leiðir mótaðar í snjóvinnunni til þess að fyrirbyggja að vinnuálag verði til þess að minnka stöðuvitund og árvekni, þá sérstaklega á álagsdögum.
- Þessu tengt munu stjórnendur BIRK fara í skipulagsvinnu til að finna leiðir sem geta dregið úr tímabundnu álagi.