Leita
Uppfæra hraða í flugtölvum við undirbúning aðflugs
Tillaga í öryggisátt
RNSA beinir eftirfarandi tillögum í öryggisátt til Icelandair:
- Að félagið íhugi að yfirfara verklagsleiðbeiningar þannig að flugmenn félagsins uppfæri hraða í flugtölvum við undirbúning aðflugs, í samræmi við hleðslu flugvélar og veðuraðstæður, þannig að hraðar sjálfstýringarbúnaðar séu rétt upp settir fyrir aðflug.
Afgreiðsla
Óafgreitt af Icelandair.
Uppfæra framsetningu á NOTAMs
Tillaga í öryggisátt
RNSA beinir eftirfarandi tillögum í öryggisátt til Samgöngustofu:
- Með tilliti til útbreiddrar nútímatækni við myndræna upplýsingaöflun leggur RNSA til að Samgöngustofa beiti sér fyrir á alþjóðavettvangi (hjá ICAO) að framsetning NOTAM sé uppfærð yfir á myndrænt form, þar sem það á við.
Afgreiðsla
Óafgreitt af Samgöngustofu.
Uppfæra framsetningu á SIGMET
Tillaga í öryggisátt
RNSA beinir eftirfarandi tillögum í öryggisátt til Samgöngustofu:
- Með tilliti til útbreiddrar nútímatækni við myndræna upplýsingaöflun leggur RNSA til að Samgöngustofa beiti sér fyrir á alþjóðavettvangi (hjá ICAO) að framsetning á upplýsingarflæði til flugmanna sé uppfærð með myndrænni framsetningu þeirra svæða sem SIGMET skeyti eiga við.
Afgreiðsla
Óafgreitt af Samgöngustofu.
Conform to the required specifications and standards
Tillaga í öryggisátt
Take the necessary quality assurance steps to ensure that connecting rod and the small end bushings conform to the required specifications and standards.
Afgreiðsla
Not actioned by Continental.
Þétta net sölustaða Avgas 100LL á flugvöllum landsins
Tillaga í öryggisátt
RNSA beinir því til Samgönguráðuneytisins að beita sér fyrir þéttingu nets sölustaða Avgas 100LL eldsneytis á flugvöllum landsins.
Afgreiðsla
Óafgreitt af Samgönguráðuneytinu.
Inspection of landing gears for undersized parts
Tillaga í öryggisátt
For aircraft that have received overhauled landing gears from Landing Gear Technologies, registered as TF-ISS, TF-FIA, TF-ISY and D4-CCG, inspect the landing gears and the landing gears records as follows:
Inspect the landing gears. If the landing gears contain fastening component and a mating part of painted yellow color, then inspect the landing gear overhaul records to verify that the parts have been undersized.
If the landing gear overhaul records indicate that the parts have been undersized by Landing Gear Technologies, jack up the airplane per the Aircraft Maintenance Manual instructions, disassemble the undersized parts and measure the threaded portion of the undersized parts to verify that their sizes are mating and per the relevant Component Maintenance Manual (CMM) for undersize parts.
If, the undersized parts sizes are as required per the CMM, re-assemble per the relevant CMM instructions. Otherwise take the necessary maintenance action to replace with the required parts.
Afgreiðsla
Icelandair inspected all landing gears for undersized parts and mesured all undesized parts originating from Landing Gear Technologies in Miami.
Regularly review the FOD program
Tillaga í öryggisátt
Review regularly the FOD program and procedures associated, to ensure that runways are as far as possible clear of debris.
Afgreiðsla
Isavia hefur unnið úrbætur vegna úrbótatillögu 18-104F018 T01 “ Regularly review the FOD Program “ og gefið út uppfært skjal VR700 12 -2 Öryggisáætlun vegna FOD sem tekur til uppfærslu og endurskoðunar . Skjalið var gefið út 26.4.2021.
Til þess að tryggja að öryggisáætlun um FOD sé sem viðtækust skal vera fjallað um FOD að lágmarki hér:
(I) Nýliðafræðslu Isavia (allir starfsmenn)
(II) Fræðsluefni um öryggisvitund (allir starfsmenn sem fá aðgangsheimild)
(III) Öryggisreglum Isavia fyrir Keflavíkurflugvöll
(IV) Öryggishandbókum flugafgreiðsluaðila
(V) VR flugvallarþjónustu
(VI) Öryggisviku/dögum Isavia
(VI) Í öðru útgefnu efni
Upplýsingar og tilkynningar um FOD eru skráðar í Opscom af Isavia. Fylgst er með tíðni, umfang og eðli FOD tilkynninga og gripið til aðgerða í samræmi við það. Fjallað er um FOD á samráðsfundum með flugrekendum og flugafgreiðsluaðilum, Hlaðöryggisfundum (Apron safety meetings).
Atriði í áætluninni er hluti af úttektarviðmiðum flugafgreiðsluaðila.
Öryggisáætlun um FOD er uppfærð með hliðsjón af ofangreindu.
Samhliða voru eftirfarandi atriði einnig uppfærð:
- HB700 01 Öryggisreglur Keflavíkurflugvallar
- Nýliðafræðsla
- VR710 13 Eftirlit og mælingar á athafnasvæðum loftfara
- 139/2014 um Areodrome safety programmes og committees
Flugmenn framkvæmi reglulega RNAV aðflug
Tillaga í öryggisátt
RNSA beinir eftirfarandi tillögum í öryggisátt til Icelandair:
- Að félagið hvetji flugmenn sína til þess að nota reglulega RNAV aðflug.
Afgreiðsla
Icelandair: Þjálfunardeild Icelandair hefur síðan RNAV aðflug voru innleidd lagt gríðarlega áherslu á framkvæmd RNAV aðfluga í síþjálfunn í flughermi. Framkvæmd á RNAV aðflugum hefur verið tekin fyrir í öllum hæfnisprófum síðan þessi tegund aðfluga var innleiddur.
Takmarka fjölda tímabundinna breytinga á SOP
Tillaga í öryggisátt
RNSA beinir eftirfarandi tillögum í öryggisátt til Icelandair:
- Að félagið hugi að því að takmarka fjölda tímabundinna breytinga á staðlaðri flughandbók (SOP) á milli skipulagðra hálfsársútgáfa, til þess að gefa flugmönnum færi á að meðtaka breytingarnar.
Afgreiðsla
Icelandair hefur síðan 2018 ekki gert tímabundnar breytingar á SOP (temporary revision).
Tiltaka hvaða RNAV skuli nota í aðflugi
Tillaga í öryggisátt
RNSA beinir eftirfarandi tillögum í öryggisátt til Isavia og dótturfyrirtækis þess Isavia ANS:
- Að Isavia taki fyrir í síþjálfun flugumferðarstjóra verkferla í MANOPS er snúa að því að tiltaka ávallt hvaða RNAV feril skuli notast við að flugbraut, ef tveir eða fleiri RNAV ferlar hafa verið settir upp fyrir flugbrautina.
Afgreiðsla
Isavia ANS: Þetta verður tekið fyrir í síþjálfun veturinn 2020-2021.