Forvarnir er varðar eldsneyti og eldsneytisþurrð
Tillaga í öryggisátt
RNSA beinir því til Samgöngustofu að beita sér í forvörnum og fræðslu er varðar yfirsýn flugmanna á eldsneyti um borð og hættu á eldsneytisþurrð.
Afgreiðsla
Samgöngustofa hefur brugðist við tilmælunum á þann hátt að fræðsluefni hefur verið uppfært og birt á heimasíðu Samgöngustofu. Þá hefur þetta nýja fræðsluefni verið kynnt bæði á fésbókarsíðu Samgöngustofu og verður kynnt með auglýsingum á www.alltumflug.is. Þá vill Samgöngustofa einnig minna á að í gildi er upplýsingabréf; AIC B 003/2018 Vitund flugmanna um eldsneyti og eldsneytiseyðslu. Mun Samgöngustofa leggja til að upplýsingabréfið verði endurútgefið til áminningar.
Slóð á efni á heimasíðu samgöngustofu:
https://eplica.samgongustofa.is/media/flug/FYRIRBYGGJA-ELDSNEYTISSKORT-2021.pdf