Notkun athafnasvæða einungis eftir fullnægjandi snjóhreinsun
Tillaga í öryggisátt
Að við stjórnun flugumferðar á jörðu niðri sé loftförum ekki beint inn á athafnasvæði flugvallarins nema fullnægjandi snjóhreinsum hafi farið fram.
Afgreiðsla
Úrbætur Isavia ANS: Farið var yfir atvikin og áhrifaþætti þeirra í síþjálfun 2021 hjá flugumferðarstjórum sem veita aðflugs- og flugturnaþjónustu á Akureyrar-, Reykjavíkur- og Keflavíkurflugvelli. Einnig var farið yfir það verklag sem gildir um snjóhreinsun hjá flugvallaþjónustu.