Regluleg notkun RNAV aðfluga
Tillaga í öryggisátt
RNSA beinir eftirfarandi tillögum í öryggisátt til Isavia og dótturfyrirtækis þess Isavia ANS:
- Þar sem því verður komið við að jákvætt sé tekið í beiðnir flugmanna til flugumferðarstjóra um RNAV aðflug, jafnvel þótt ILS kerfið sé virkt, því nauðsynlegt er fyrir flugmenn að æfa sig / halda sér við með reglulegri notkun RNAV aðfluga.
Afgreiðsla
Isavia ANS: Þetta verður tekið fyrir í síþjálfun veturinn 2020-2021.
Ábending frá Isavia ANS: flugumferðarstjórar áttu til að neita beiðni um RNAV þegar vélar voru að koma þétt inn og t.d. vél nr. 2 eða 6 var að biðja um annað en allar hinar.