Uppfæra AIP m.t.t. aðgengi að eldsneyti
Tillaga í öryggisátt
RNSA beinir því til Samgöngustofu að uppfæra Flugmálahandbók Íslands (AIP) er varðar upplýsingar um aðgengi að eldsneyti á flugvöllum landsins.
Afgreiðsla
Samgöngustofa hefur í samvinnu við hagsmunaaðila skoðað og metið tillöguna. Úttekt var gerð á upplýsingum í AIP um aðgengi að eldsneyti á flugvöllum landsins og komu í ljós minniháttar atriði sem þörfnuðust uppfærslu. Þá hefur verklagi einnig verið breytt til að tryggja að ef af einhverri ástæðu auglýst eldsneyti er tímabundið ekki í boði, þá verði gefið út NOTAM.
Flugmálahandbók Íslands (AIP) hefur verið uppfærð er varðar upplýsingar um aðgengi að eldsneyti á flugvöllum landsins.