Tengd hlustun á fjarskipti flugradíómanns á BIEG

Tengd hlustun á fjarskipti flugradíómanns á BIEG

Flug
Nr. máls: 20-030F004
Staða máls: Lokuð
Farðu í skýrslu 21.06.2021

Tillaga í öryggisátt

Að Isavia Innanlands skoði þann möguleika að tengja hlustun á fjarskipti flugradíómanns BIEG (119,4 MHz) inn á fjarskiptatæki í farartækjum flugvallarþjónustu BIEG (168,6 MHz) til þess að auka næmni á aðstæður (situational awareness).

Afgreiðsla

Í umsagnarferli lokadraga skýrslunnar innleiddi Isavia Innanlands eftirfarandi og uppfyllti því þegar efni tillögunar fyrir útgáfu lokaskýrslunnar:

Til viðbótar hefur verið tengd hlustun á fjarskipti flugradíómanns á BIEG (119,4 MHz) inn á fjarskiptatæki í farartækjum flugvallarþjónustu BIEG (168,6 MHz) Með þessari aðgerð ætti næmni flugvallaþjónustu á aðstæðum að aukast. Jafnframt minnkar það líkur á að kallað er á turn á turnbylgju (119,4 MHz) og grundbylgju (168,6 MHz) á sama tíma.