Tillögur í öryggisátt Síða 11

Lög um RNSA, 35. gr.

Viðbragðsáætlun fyrir leit og björgun

Flug
Nr. máls: 22-010F002
Staða máls: Opin
02.05.2024

Tillaga í öryggisátt

RNSA beinir því til Landhelgisgæslu Íslands að koma á viðbragðsáætlun fyrir Samhæfingarstöðina, í samvinnu við viðkomandi hagaðila, um hvernig skipulagi, framkvæmd og ábyrgð leitar að týndu loftfari skuli háttað.

Afgreiðsla

Samræming á gögnum og úrvinnslu þeirra

Flug
Nr. máls: 22-010F002
Staða máls: Opin
02.05.2024

Tillaga í öryggisátt

RNSA beinir því til Landhelgisgæslu Íslands að Samhæfingarstöðin og aðrir viðbragðsaðilar gæti þess að samræma töluleg gögn og aðrar upplýsingar og úrvinnslu þeirra í tengslum við leit og björgun.

Afgreiðsla

Bætt eftirfylgni vegna símhringinga í 112

Flug
Nr. máls: 22-010F002
Staða máls: Lokuð
02.05.2024

Tillaga í öryggisátt

RNSA beinir því til Neyðarlínunnar að bæta eftirfylgni vegna símhringinga án skýrrar tjáningar þess sem hringir.

Afgreiðsla

Neyðarlínan hefur ekki mótað verklag um bætta eftirfylgni símhringinga sem berast án skýrrar tjáningar þess sem hringir, sbr. tillögu RNSA Neyðarlínan hefur hins vegar ítrekað það verklag sem viðhaft hefur verið í gegnum árin að neyðarverðir hringi til baka, ef símtal slitnar, ef minnsti grunur leiki á því að innhringjandi sé í vanda. Eftirfylgni neyðarsímtala almennt er til skoðunar samhliða rýni og endurskoðunar gæðahandbókar Neyðarlínunnar sem nú er í gangi.