Tillögur í öryggisátt Síða 10

Lög um RNSA, 35. gr.

Samsetning og viðhald

Flug
Nr. máls: M-02012/AIG-16
Staða máls: Lokuð
17.09.2014

Tillaga í öryggisátt

RNSA beinir því til Samgöngustofu að auknar kröfur verði gerðar um þekkingu og vinnubrögð þeirra sem vinna að samsetningu sem og viðhaldi fisa

Afgreiðsla

Samgöngustofu hefur í samvinnu við Fisfélag Reykjavíkur hafið vinnu við endurskoðun á samþykktum handbókum fyrir fisfélögin auk þess sem ferli Samgöngustofu við samþykktir á handbókum er til endurskoðunar.

Bætt utanumhald þjálfunar

Flug
Nr. máls: M-02012/AIG-16
Staða máls: Lokuð
17.09.2014

Tillaga í öryggisátt

RNSA beinir því til fisfélagsins Sléttunnar að utanumhald um framgang þjálfunar flugnema verði bætt.

Afgreiðsla

Fisfélagið Sléttan í samvinnu við fisfélag Reykjavíkur og Samgöngustofu hefur hafið vinnu við endurskoðun verklagshandbóka fisfélaga. Vonast er til að þetta klárist vorið 2016.

Kennsluflug í meiri hæð

Flug
Nr. máls: M-02012/AIG-16
Staða máls: Lokuð
17.09.2014

Tillaga í öryggisátt

RNSA beinir því til fisfélagsins Sléttunnar að verklegt kennsluflug verði framkvæmt í meiri hæð í skilgreindu æfingarsvæði.

Afgreiðsla

Fisfélagið Sléttan í samvinnu við fisfélag Reykjavíkur og Samgöngustofu hefur hafið vinnu við endurskoðun verklagshandbóka fisfélaga. Vonast er til að þetta klárist vorið 2016.

Þjálfun neyðarviðbragða

Flug
Nr. máls: M-02012/AIG-16
Staða máls: Lokuð
17.09.2014

Tillaga í öryggisátt

RNSA beinir því til fisfélagsins Sléttunnar að verkleg kennsla við þjálfun á neyðarviðbrögðum verði bætt.

Afgreiðsla

Fisfélagið Sléttan í samvinnu við fisfélag Reykjavíkur og Samgöngustofu hefur hafið vinnu við endurskoðun verklagshandbóka fisfélaga. Vonast er til að þetta klárist vorið 2016.

Flugveðurupplýsingar Veðurstofu Íslands

Flug
Nr. máls: M-02214/AIG-16
Staða máls: Lokuð
06.10.2016

Tillaga í öryggisátt

RNSA beinir því til Veðurstofu Íslands að gæta þess að upplýsingar í flugveðurskilyrðum samræmist upplýsingar á veðurkortum.

Afgreiðsla

Veðurstofa Íslands hefur brugðist við tillögunni á eftirfarandi hátt:

  • Leiðbeiningar um flugveðurskilyrði yfir Íslandi (LBE-005) verða endurskoðuð
  • Námskeið fyrir flugveðurfræðinga um þarfir flugmanna í sjónflugi haldið fyrir veðurfræðinga í lok september 2021, eftir að LBE-005 hefur verið endurskoðað

Áhrif grasbrauta á afkastagetu

Flug
Nr. máls: M-02511/AIG-18
Staða máls: Lokuð
12.09.2013

Tillaga í öryggisátt

Rannsóknarnefnd samgönguslysa beinir því til Samgöngustofu (áður Flugmálastjórnar Íslands) að hún komi á framfæri leiðbeinandi upplýsingum til flugmanna um áhrif grasbrauta á afkastagetu flugvéla í flugtaki og lendingu.

Afgreiðsla

Samgöngustofa hefur útbúið og gefið út á heimasíðu sinni upplýsingabækling og tilmæli um „Lendingar og flugtök á grasflötum“. Nálgast má efnið undir fræðsluefni fyrir einkaflugmenn á heimasíðu Samgöngustofu eða hér.

Lágmarkshæð við slátt á grasbrautum

Flug
Nr. máls: M-02511/AIG-18
Staða máls: Lokuð
12.09.2013

Tillaga í öryggisátt

Rannsóknarnefnd samgönguslysa beinir því til ISAVIA að það setji lámarks hæðarviðmið við slátt á grasflugbrautum með hörðu undirlagi vegna hættu á aukinni lendingarvegalengd á slíkum flugbrautum í bleytu.

Afgreiðsla

Málið afgreitt með verklagsleiðbeiningum Isavia.

Verklag um eftirlit og slátt grasbrauta

Flug
Nr. máls: M-02511/AIG-18
Staða máls: Lokuð
12.09.2013

Tillaga í öryggisátt

Rannsóknarnefnd samgönguslysa beinir því til ISAVIA að það endurskoði verklagsreglu VR572 02-1 í rekstrarhandbók með tilliti til setningarinnar „vorverks“ og „að vori“, þar sem að grasbrautir geta vaxið yfir 7 sm frá vorslætti og þurfa reglulegt eftirlit og viðhald yfir sumartímann.

Afgreiðsla

Verklagsregla VR525 01, Eftirliti og rekstur á grasflugbrautum, gefin út í stað verklagsreglu 572-02-1. Í verklagsreglunni er fjallað um að grasspretta megi ekki fara yfir 7cm og skal umsjónamaður flugvallarins fylgjast með sprettunni með því að mæla hæð grassins á nokkrum stöðum á flugvellinum. Reynslan hefur sýnt sig að umsjónarmenn grasflugbrauta okkar slá grasið þegar það er frá 5 og upp í 7 cm á hæð.

Ratsjársvarar sem gefa upp málþrýstingshæð

Flug
Nr. máls: M-03009/AIG-17
Staða máls: Opin
02.10.2013

Tillaga í öryggisátt

RNSA vill árétta tillögu sem RNF gerði við rannsókn á flugumferðaatviki TF-FTZ og TF-JMB sem varð norður af Viðey 30. september 2008 (M-05908/AIG-18):

  • Rannsóknarnefnd flugslysa beinir því til Flugmálastjórnar Íslands að hún setji kröfur um að flugvélar í sjónflugi í flugstjórnarsviðum flugvalla á Íslandi séu búnar ratsjársvara sem gefur upp málþrýstingshæð.

Afgreiðsla

Óafgreitt af Samgöngustofu

Verklag aðflugsstjórnar á Akureyrarflugvelli

Flug
Nr. máls: M-03009/AIG-17
Staða máls: Lokuð
02.10.2013

Tillaga í öryggisátt

RNSA beinir því til ISAVIA að yfirfara verkferla við aðflugsstjórn á Akureyri og skoða hvort þörf sé á breyttu verklagi og búnaði við þá þjónustu.

Afgreiðsla

Frá því atvikið átti sér stað 2009 hefur Isavia lagt í talsverða vinnu við uppfærslu á verklagi og búnaði fyrir þá aðflugsþjónustu sem veitt er á Akureyri. Má þar nefna m.a.:

  • 2011 voru skilgreind og gefin út verklög vegna radaraðfluga
  • 2013 var útbúið verklag um daglega prófun á virkni ratsjár
  • 2014 var ratsjá endurnýjuð að miklu leiti
  • 2017 upptaka ratsjárgagna innleidd