Tillögur í öryggisátt Síða 6

Lög um RNSA, 35. gr.

Myndbandsupptökubúnaður við starfstöðvar

Flug
Nr. máls: 23-028F007
Staða máls: Opin
30.12.2024

Tillaga í öryggisátt

Rannsóknarnefnd samgönguslysa beinir því til Isavia ohf, Isavia ANS ehf og Isavia Innanlandsflugvalla ehf að fyrirtækin komi fyrir myndbandsupptökubúnaði við starfstöðvar flugumferðarstjóra sem ætlaðar eru til aðstoðar við rannsóknir á vegum RNSA.

Afgreiðsla

Verklag um kúplun tíðna

Flug
Nr. máls: 23-028F007
Staða máls: Opin
30.12.2024

Tillaga í öryggisátt

Rannsóknarnefnd samgönguslysa beinir því til Isavia Innanlandsflugvalla ehf að flugvallarþjónusta og flugumferðarstjórar á BIRK komi sér saman um ákveðið verklag eða aðstæður þar sem tenging (kúplun) tíðna bætir öryggi á flugvellinum og það verklag verði fest í sessi.

Afgreiðsla

Endurskoðun á notkun á olíuleiðslum

Flug
Nr. máls: 22-053F007
Staða máls: Opin
27.04.2023

Tillaga í öryggisátt

RNSA beinir því til hönnuðar I.C.P. Savannah S að endurskoða notkun á rifluðu málmrörunum í olíukerfi [Rotax 912] hreyfilsins.

Afgreiðsla

Innleiðing á ADS-B

Flug
Nr. máls: 22-010F002
Staða máls: Opin
02.05.2024

Tillaga í öryggisátt

RNSA beinir því til Samgöngustofu að innleiða ADS-B senda í öll mönnuð loftför sem fljúga í íslensku loftrými.

Afgreiðsla

Svar Samgöngustofu:

Vísað er til lokaskýrslu RNSA um flugslys TF-ABB við Þingvallavatn dags. 2. maí 2024 þar sem RNSA ”beinir því til Samgöngustofu að innleiða ADS-B senda í öll mönnuð loftför sem fljúga í íslensku loftrými”. Samgöngustofa telur að slík krafa væri íþyngjandi gangvart umráðendum loftfara í einkaflugi þar sem töluverður kostnaður felst í ísetningu og kaupum á slíkum búnaði. Slíkar kröfur eru ekki gerðar á meginlandi Evrópu né í Bandaríkjunum. Samgöngustofa veit til þess að nokkur loftför í einkaflugi eru búin slíkum búnaði en oft og tíðum er búnaðurinn óvottaður og sendir frá sér merki með ófullnægjandi gæðum og því ekki nothæfur fyrir Isavia ANS. Rétt er að taka fram að mikil þróun er á þessu sviði og Samgöngustofa mun fylgjast með framgangi þessara mála og hafa í huga komi til þess að farið verði að innleiða ADS-B sem lágmarksbúnað í Evrópu. Samgöngustofa mun því ekki gera kröfu um ísetningu ADS-B búnaðar í mönnuð loftför sem fljúga í íslensku loftrými að svo stöddu.

 

Niðurstaða RNSA:

Í samræmi við 35. grein laga 18/2013, þá hefur RNSA yfirfarið viðbrögð Samgöngustofu við tillögu 22-010F002-T1. RNSA telur viðbrögð SGS ekki fullnægjandi og hvetur nefndin til þess að leiðir verði skoðaðar til þess að draga úr íþyngjandi áhrifum innleiðingar og setji markmið um innleiðingu á ADS-B sendum í öll mönnuð loftför sem fljúga í íslensku loftrými. Mun tillagan því áfram standa opin hjá RNSA.

Viðbragðsáætlun fyrir leit og björgun

Flug
Nr. máls: 22-010F002
Staða máls: Opin
02.05.2024

Tillaga í öryggisátt

RNSA beinir því til Landhelgisgæslu Íslands að koma á viðbragðsáætlun fyrir Samhæfingarstöðina, í samvinnu við viðkomandi hagaðila, um hvernig skipulagi, framkvæmd og ábyrgð leitar að týndu loftfari skuli háttað.

Afgreiðsla

Samræming á gögnum og úrvinnslu þeirra

Flug
Nr. máls: 22-010F002
Staða máls: Opin
02.05.2024

Tillaga í öryggisátt

RNSA beinir því til Landhelgisgæslu Íslands að Samhæfingarstöðin og aðrir viðbragðsaðilar gæti þess að samræma töluleg gögn og aðrar upplýsingar og úrvinnslu þeirra í tengslum við leit og björgun.

Afgreiðsla

Bætt eftirfylgni vegna símhringinga í 112

Flug
Nr. máls: 22-010F002
Staða máls: Lokuð
02.05.2024

Tillaga í öryggisátt

RNSA beinir því til Neyðarlínunnar að bæta eftirfylgni vegna símhringinga án skýrrar tjáningar þess sem hringir.

Afgreiðsla

Neyðarlínan hefur ekki mótað verklag um bætta eftirfylgni símhringinga sem berast án skýrrar tjáningar þess sem hringir, sbr. tillögu RNSA Neyðarlínan hefur hins vegar ítrekað það verklag sem viðhaft hefur verið í gegnum árin að neyðarverðir hringi til baka, ef símtal slitnar, ef minnsti grunur leiki á því að innhringjandi sé í vanda. Eftirfylgni neyðarsímtala almennt er til skoðunar samhliða rýni og endurskoðunar gæðahandbókar Neyðarlínunnar sem nú er í gangi.

Auknar kröfur við samsetningu og viðhaldi fisa

Flug
Nr. máls: 2016-055F013
Staða máls: Lokuð
22.06.2017

Tillaga í öryggisátt

RNSA ítrekar fyrri tillögu sína frá 17. september 2014 til Samgöngustofu úr skýrslu vegna flugslyss á fisi TF-303, er varð þann 20. október 2012, um að „auknar kröfur verði gerðar um þekkingu og vinnubrögð þeirra sem vinna að samsetningu sem og viðhaldi fisa.“

Afgreiðsla

Samgöngustofu hefur í samvinnu við Fisfélag Reykjavíkur hafið vinnu við endurskoðun á samþykktum handbókum fyrir fisfélögin auk þess sem ferli Samgöngustofu við samþykktir á handbókum er til endurskoðunar.

 

 

Amendment to Icelandic regulation 70/2011

Flug
Nr. máls: 2015-075-F-021
Staða máls: Opin
21.06.2018

Tillaga í öryggisátt

It is recommended to the Ministry of Transport and Local Government and to the Ministry of Justice to amend regulation 71/2011, article 15, to include notification to the ITSB when an aircraft is missing.

Afgreiðsla

Not actioned by the Ministry of Transport and Local Government and the Ministry of Justice.

Coupling the frequencies together to avoid multiple transmissions at the same time

Flug
Nr. máls: 20-085F016
Staða máls: Opin
27.12.2023

Tillaga í öryggisátt

In case a single ATCO monitoring multiple frequencies in the Keflavík Airport Tower, evaluate the feasibility of temporary coupling the frequencies together to avoid multiple transmissions at the same time.

Afgreiðsla