Tillögur í öryggisátt Síða 11

Lög um RNSA, 35. gr.

Procedure for information sharing

Flug
Nr. máls: 19-159F044
Staða máls: Lokuð
07.12.2023

Tillaga í öryggisátt

SIA-Iceland recommends to Isavia ANS to review if it would be feasible to install a procedure regarding broader information sharing and activation protocol, between the international airports (BIKF, BIRK, BIAR and BIEG), Approach Control, and the Reykjavik Area Control Center, in case of one of those airports closing.

Afgreiðsla

Isavia ANS mun útbúa gátlista fyrir vaktstjórnanda þar sem brugðist er við vegna lokunar flugbrautar á alþjóðaflugvelli á Íslandi, þar sem m.a. er aflað upplýsinga um stöðu annarra alþjóðaflugvalla, (mönnun, fjölda stæða og ástand flugbrauta o.s.frv) og upplýsingum komið á framfæri til flugumferðarstjóra í vinnustöðum í flugstjórnarmiðstöð.

Shift manager on duty during nighttime

Flug
Nr. máls: 19-159F044
Staða máls: Lokuð
07.12.2023

Tillaga í öryggisátt

SIA-Iceland recommends to Isavia ANS to review the feasibility of having a shift manager, or train his deputies (shift supervisors), on duty during nighttime in the Reykjavik Area Control Center, for strategic oversight.

Afgreiðsla

Aðalvarðstjórar eru á vakt alla daga vikunnar milli kl. 07:00 og 22:00. Þess á milli, þ.e. milli kl. 22:00 og 07:00 leysir varðstjóri þá af. Varðstjórar hafa fengið þjálfun í neyðartilfellum og notkun gátlista.

Síðustu ár hefur þjálfun varðstjóra verið aukin og hafa þeir fengið meiri innsýn og tekið meira þátt í störfum aðalvarðstjóra, t.d. með því að leysa þá af að degi til.  Skerpt verður á þjálfun varðstjóra í neyðartilfellum og notkun gátlista hjá flugstjórnarmiðstöð.

Bætt eftirfylgni vegna símhringinga í 112

Flug
Nr. máls: 22-010F002
Staða máls: Lokuð
02.05.2024

Tillaga í öryggisátt

RNSA beinir því til Neyðarlínunnar að bæta eftirfylgni vegna símhringinga án skýrrar tjáningar þess sem hringir.

Afgreiðsla

Neyðarlínan hefur ekki mótað verklag um bætta eftirfylgni símhringinga sem berast án skýrrar tjáningar þess sem hringir, sbr. tillögu RNSA Neyðarlínan hefur hins vegar ítrekað það verklag sem viðhaft hefur verið í gegnum árin að neyðarverðir hringi til baka, ef símtal slitnar, ef minnsti grunur leiki á því að innhringjandi sé í vanda. Eftirfylgni neyðarsímtala almennt er til skoðunar samhliða rýni og endurskoðunar gæðahandbókar Neyðarlínunnar sem nú er í gangi.