Tillögur í öryggisátt Síða 5

Lög um RNSA, 35. gr.

Tvíþátta mæling eldsneytis við fyrirflugsskoðun

Flug
Nr. máls: M-01214/AIG-09
Staða máls: Lokuð
10.08.2017

Tillaga í öryggisátt

RNSA beinir því til flugskólans Keilis að hann endurskoði handbók flugnema í þeim tilgangi að tryggja tvíþátta mælingu og samanburð á eldsneyti við fyrirflugsskoðun.

Afgreiðsla

Flugakademía Íslands hefur samið nýja eldsneytishandbók og hafa tveir starfsmenn verið þjálfaðir af Olíudreyfingu í meðhöndlun eldsneytissins og aðstoðuðu þeir okkur líka við skrif á handbókinni. 

Að auki hefur flugvélahandbók (OM) hefur verið endurskoðuð:

Aircraft type specific,
􀁸 information and data for fuel consumption;
􀁸 detailed instruction on how to use the provided data;
􀁸 unit of fuel measurement;
are to be found in the manual provided by the manufacturer. Refer to the List of aircraft used for training.
For the applicable fuel calculation form, refer appropriate form in Flight Logger
Both, the instructor/examiner and the student/applicant are familiar with the fuel calculation and the actual fuel data of the aircraft used.
As part of the pre-flight planning, the pilot in command/student shall make a careful calculation of the amount of fuel required specific to the intended flight session. In addition, the following shall be taken into consideration:
􀁸 the correct and consistent application of the fuel consumption data including associated unit of measurement as applicable for the concerned aircraft;
􀁸 the actual and forecast meteorological conditions;
􀁸 the planning of an alternative course of action to provide for the eventuality that the flight cannot be completed as planned;
􀁸 possible traffic delays for the anticipated ATC routings and aerodromes;
􀁸 any other condition that may delay (e.g. temporary operating restriction or closing of runway / and/or aerodrome, required re-routing) the landing of the aircraft;
􀁸 procedures specific to the type of aircraft, such as failure of one engine while en-route, loss of pressurisation etc. or any other condition that may increase the fuel and oil consumption.
As part of the briefing, the instructor shall evaluate the student’s fuel calculation prior to commencing the flight.

Aviation weather also published in English

Flug
Nr. máls: M-01514/AIG-12
Staða máls: Lokuð
25.10.2018

Tillaga í öryggisátt

ITSB recommends to the Icelandic Met Office that it publishes Aviation weather conditions (flugveðurskilyrði) also in English.

Afgreiðsla

This has been actioned by the Icelandic MET Office.

Instructions for pilots in English on the Icelandic Met Office homepage

Flug
Nr. máls: M-01514/AIG-12
Staða máls: Lokuð
25.10.2018

Tillaga í öryggisátt

ITSB recommends to the Icelandic Met Office that it publishes instructions (in English) that supports pilots on how to use the materials on the Met Office website.

Afgreiðsla

Veðurstofa Íslands leggur til að:

1) Samdar verði leiðbeiningar á ensku um gögnin á ensku flugveðursíðunni og hvernig þau geti nýst ferjuflugmönnum.

2) Samdar verði leiðbeiningar fyrir ferjuflugmenn sem hjálpi þeim að velja hvort betra sé að fljúga til BIEG eða BIHN eftir veðuraðstæðum frá Færeyjum.

Endurskoðun verklagsreglna vegna heimilda til aksturs og flugtaks þegar tvær flugbrautir eru í notkun

Flug
Nr. máls: M-03614/AIG-27
Staða máls: Lokuð
01.11.2018

Tillaga í öryggisátt

RNSA beinir því til Isavia að fyrirtækið endurskoði verklagsreglur flugumferðarstjóra varðandi heimildar til aksturs í brautarstöðu og heimildar til flugtaks þegar tvær flugbrautir sem skerast eru í notkun. 

English language on BIRK ATC frequencies

Flug
Nr. máls: 18-007F002
Staða máls: Lokuð
07.02.2019

Tillaga í öryggisátt

The ITSB recommends that ICETRA reviews Iceland AIP GEN 3.4.3.4 for BIRK and recommend that English is always used for ATC radio communications when at least one airplane on the ground and/or tower frequencies communicates in English.

Afgreiðsla

Samgöngustofa tók á tillögunni á eftirfarandi hátt:

Í lokaskýrslu um alvarlegt flugatvik N525FF á Reykjavíkurflugvelli 11. Janúar 2018 og gefin var út 7. Febrúar 2019 beinir RNSA til Samgöngustofu eftirfarandi tillögu í öryggisátt: 

„The ITSB recommends that ICETRA reviews Iceland AIP GEN 3.4.3.4 for BIRK and recommend that English is always used for ATC radio communications when at least one airplane on the ground and/or tower frequencies communicates in English.“

Samkvæmt AIP BIRK AD 2.17 þá er flugumferðarþjónusta innan flugstjórnarsviðs Reykjavíkurflugvallar veitt á bæði ensku og íslensku. Þetta þýðir að ekki er gerð krafa um enskuhæfni fyrir flugmenn sem fljúga innan flugstjórnarsviðsins enda geta þeir þegið flugstjórnarþjónustu á íslensku. Þá er ekki gerð krafa í íslenskum reglum að einkaflugmenn hafi hæfni til að tala ensku og með því að setja þá takmörkun að eingöngu skuli nota ensku ef eitt loftfar á tíðninni kýs að nota ensku, þá er verið að útiloka að hægt sé að veita flugumferðarþjónustu til þeirra sem ekki tala ensku.


Með vísan í ofangreint, þá er ekki hægt að tryggja að allir flugmenn geti talað ensku innan flugstjórnarsviðs Reykjavíkurflugvallar og telur Samgöngustofa því ekki mögulegt að bregðast við þessum tilmælum með að innleiða þessa kröfu. Samgöngustofa vill þó benda á sem mildun að samkvæmt upplýsingum frá Isavia, þá er viðhaft vinnulag nú þegar við ATS í BIRK CTR, að þegar enskumælandi flugmenn sem ekki tala íslensku eru á bylgjunni þá er leitast við að nota ensku eingöngu. Þetta er þó óskrifað verklag og lagt í hendur þeirra sem sinna flugumferðarþjónustu að meta aðstæður hverju sinni.

Verkaskipting í flugturni

Flug
Nr. máls: 18-049F010
Staða máls: Lokuð
08.08.2019

Tillaga í öryggisátt

Að Isavia skipuleggi verkaskiptingu í flugturni miðað við álag hverju sinni.

Afgreiðsla

Isavia hefur sett í gang vinnu við að rýna verklag sem snýr að verkaskiptingu í flugturni og uppfæra það, með það að markmiði að skilgreind viðmið séu til staðar varðandi það hvenær álag og umfang verkefna kalli á að manna þurfi fleiri vinnustöður í turni.

Hlustun á turnrás í farartækjum flugvallarþjónustu

Flug
Nr. máls: 18-025F007
Staða máls: Lokuð
28.11.2019

Tillaga í öryggisátt

Að Isavia skoði þann möguleika að tengja hlustun á turnrás inn á fjarskiptatæki í farartækjum flugvallarþjónustu Reykjavíkurflugvallar til þess að auka næmi á aðstæður (situational awareness).

Afgreiðsla

Isavia Innanlandsflugvellir hefur skoðað tillögu RNSA og lagt mat á eftirfarandi:

  • Samtenging (coupling) tíðna í fjarskiptakerfi turnsins:
    • Virkar ekki vegna áhrifa og truflana á Grund vinnustöðvar í turni.
    • Vinna hefur verið í gangi til að draga úr álagi á TWR vinnustöðina meðal annars með því að láta Grund stjórna ökutækjum.
  • Færa ökutæki á tíðni TWR, 118,0 MHz:
    • Virkar illa vegna aukningar álags á tíðni TWR.
    • Einnig er ökutækjum stjórnað af Grund til að dreifa álagi á ATS samanber ofangreint.
  • Bæta við hlustun ökutækja á tíðni TWR, 118,0 MHz:
    • Kaup á talstöðvum í ökutæki flugvallarþjónustu:
      • Ekki hægt að framkvæma að svo stöddu vegna mikils kostnaðar.
    • Kaup á „scannerum“ í ökutæki flugvallarþjónustu:
      • Verður sett upp í þeim ökutækjum þar sem hægt er.
      • Þessi lausn gengur samt ekki upp í tveimur ökutækjum vegna hávaða í viðkomandi tækjum og þar munu stjórnendur þeirra fá heyrnartól til að útiloka hávaðann í vinnurýminu en geta hlustað á grund og vinnustöð flugvallarþjónustu.
      • Þarna er ekki hægt að leysa hlustun á þriðju talstöðvar rásina.
  • Einnig verður hugtakið situational awareness sett inn í grunnþjálfun og farið yfir hvernig flugvallarstarfsmenn geta eflt eigin stöðuvitund og árvekni við störf sem eru einhæf og álagstengd eins og snjómokstur er.
  • Farið verður í vinnu með flugvallarstarfsmönnum fyrir vetrarvertíðina og kerfisbundnari leiðir mótaðar í snjóvinnunni til þess að fyrirbyggja að vinnuálag verði til þess að minnka stöðuvitund og árvekni, þá sérstaklega á álagsdögum.
    • Þessu tengt munu stjórnendur BIRK fara í skipulagsvinnu til að finna leiðir sem geta dregið úr tímabundnu álagi.

 

Spin test after major change

Flug
Nr. máls: 15-089-F-026
Staða máls: Lokuð
28.11.2019

Tillaga í öryggisátt

The ITSB recommends to EASA to:

Require a spin test for VLA aircraft that goes through a major change, such as for MTOW, even though the C.G. excursion is the same.

Afgreiðsla

An EASA letter dated 19.02.2020 states that EASA has closed the safety recommendation with disagreement.

The Agency has carefully assessed the proposed recommendation, taking into account the justification provided. However, in line with paragraph 21.A.91 of Commission Regulation (EU) N748/2012 (as amended) and the applicable Certification Specifications, a spin test is only required for major changes which are assessed by the applicant and accepted by EASA as having an impact on the spin characteristics as established under the original type certification basis. This applies regardless of the aircraft type-certification basis (e.g. CS-LSA, CS-VLA and CS-23).

For this reason, the mandatory requirement of a spin test for a major changes is not found feasible.

Increased altitude for exercises

Flug
Nr. máls: 15-089-F-026
Staða máls: Lokuð
28.11.2019

Tillaga í öryggisátt

Increase the minimum altitude for exercises that can lead to a spin to 5000 feet (AGL).

Afgreiðsla

The Operating Manual has been updated as follows:

3.2.6 Minimum Safe Altitude
􀁸 For VFR, refer to the AIP ICELAND ENR 1.1
􀁸 For IFR, refer to the AIP ICELAND ENR 1.3; or
􀁸 Ref. also minimum safe altitudes on VFR chart available on Isavia’s website
􀁸 All flight training practices on Technam A/C, which are subject to g-loads, minimum speed, stalls, spin entry and incipient spins (including BASIC UPRT and ADVANCED UPRT), are mandatory to have at least 5000 feet AGL clearance before entering into such flight training practice. For other a/c the minimum AGL clearance for the same exercises shall be at least 3000 feet AGL and 5000 feet AGL for ADVANCED UPRT training items. 
􀁸 All loss of power on single engine or loss of power on multi engine practices, are subject to have minimum 500 feet AGL clearance before attempting or terminating such flight training practice.

5000 ft AGL training area

Flug
Nr. máls: 15-089-F-026
Staða máls: Lokuð
28.11.2019

Tillaga í öryggisátt

Define a flight training area within the vicinity of BIRK and BIKF, which has an upper limit of at least 5.000 feet AGL.

Afgreiðsla

Í lokaskýrslu sem gefin var út 28. nóvember 2019 beinir RNSA til Samgöngustofu tillögu í öryggisátt, þar sem mælst er til þess að tilgreint verði flugæfingasvæði í nágrenni BIRK og BIKF sem hafi efri mörk að minnsta kosti 5000 fet yfir jörðu.


Samgöngustofa hefur í samvinnu við hagsmunaaðila skoðað og metið tillöguna. Flókið er að koma fyrir æfingasvæði í nágrenni BIKF og BIRK sem nær svo hátt vegna aðflugsferla inn til flugvallanna. Lausnin væri að hafa svæðið lengra frá BIKF og BIRK en við slíkt dregur mjög úr áhuga á notkun. Með vísan einnig í áhrif veðurs á hvaða staðsetning hentar best fyrir æfingar hverju sinni og skynsemi þess að beina öllu æfingaflugi á eitt og sama svæðið þá var niðurstaðan sú að skilgreina ekki sérstakt æfingasvæði. Þess í stað var haft samráð við Isavia ANS að bregðast jákvætt við óskum um flugæfingar í nágrenni BIRK og BIKF og reyna eftir fremsta megni að finna loftförum svæði til flugæfinga, að teknu tilliti til veðurs og annarrar flugumferðar.