Lög um RNSA, 35. gr.
Leita
Auknar kröfur við samsetningu og viðhaldi fisa
Tillaga í öryggisátt
RNSA ítrekar fyrri tillögu sína frá 17. september 2014 til Samgöngustofu úr skýrslu vegna flugslyss á fisi TF-303, er varð þann 20. október 2012, um að „auknar kröfur verði gerðar um þekkingu og vinnubrögð þeirra sem vinna að samsetningu sem og viðhaldi fisa.“
Afgreiðsla
Samgöngustofu hefur í samvinnu við Fisfélag Reykjavíkur hafið vinnu við endurskoðun á samþykktum handbókum fyrir fisfélögin auk þess sem ferli Samgöngustofu við samþykktir á handbókum er til endurskoðunar.
Innleiðing á ADS-B
Tillaga í öryggisátt
RNSA beinir því til Samgöngustofu að innleiða ADS-B senda í öll mönnuð loftför sem fljúga í íslensku loftrými.
Afgreiðsla
Svar Samgöngustofu:
Vísað er til lokaskýrslu RNSA um flugslys TF-ABB við Þingvallavatn dags. 2. maí 2024 þar sem RNSA ”beinir því til Samgöngustofu að innleiða ADS-B senda í öll mönnuð loftför sem fljúga í íslensku loftrými”. Samgöngustofa telur að slík krafa væri íþyngjandi gangvart umráðendum loftfara í einkaflugi þar sem töluverður kostnaður felst í ísetningu og kaupum á slíkum búnaði. Slíkar kröfur eru ekki gerðar á meginlandi Evrópu né í Bandaríkjunum. Samgöngustofa veit til þess að nokkur loftför í einkaflugi eru búin slíkum búnaði en oft og tíðum er búnaðurinn óvottaður og sendir frá sér merki með ófullnægjandi gæðum og því ekki nothæfur fyrir Isavia ANS. Rétt er að taka fram að mikil þróun er á þessu sviði og Samgöngustofa mun fylgjast með framgangi þessara mála og hafa í huga komi til þess að farið verði að innleiða ADS-B sem lágmarksbúnað í Evrópu. Samgöngustofa mun því ekki gera kröfu um ísetningu ADS-B búnaðar í mönnuð loftför sem fljúga í íslensku loftrými að svo stöddu.
Niðurstaða RNSA:
Í samræmi við 35. grein laga 18/2013, þá hefur RNSA yfirfarið viðbrögð Samgöngustofu við tillögu 22-010F002-T1. RNSA telur viðbrögð SGS ekki fullnægjandi og hvetur nefndin til þess að leiðir verði skoðaðar til þess að draga úr íþyngjandi áhrifum innleiðingar og setji markmið um innleiðingu á ADS-B sendum í öll mönnuð loftför sem fljúga í íslensku loftrými. Mun tillagan því áfram standa opin hjá RNSA.
Viðbragðsáætlun fyrir leit og björgun
Tillaga í öryggisátt
RNSA beinir því til Landhelgisgæslu Íslands að koma á viðbragðsáætlun fyrir Samhæfingarstöðina, í samvinnu við viðkomandi hagaðila, um hvernig skipulagi, framkvæmd og ábyrgð leitar að týndu loftfari skuli háttað.
Afgreiðsla
Samræming á gögnum og úrvinnslu þeirra
Tillaga í öryggisátt
RNSA beinir því til Landhelgisgæslu Íslands að Samhæfingarstöðin og aðrir viðbragðsaðilar gæti þess að samræma töluleg gögn og aðrar upplýsingar og úrvinnslu þeirra í tengslum við leit og björgun.
Afgreiðsla
Bætt eftirfylgni vegna símhringinga í 112
Tillaga í öryggisátt
RNSA beinir því til Neyðarlínunnar að bæta eftirfylgni vegna símhringinga án skýrrar tjáningar þess sem hringir.
Afgreiðsla
Neyðarlínan hefur ekki mótað verklag um bætta eftirfylgni símhringinga sem berast án skýrrar tjáningar þess sem hringir, sbr. tillögu RNSA Neyðarlínan hefur hins vegar ítrekað það verklag sem viðhaft hefur verið í gegnum árin að neyðarverðir hringi til baka, ef símtal slitnar, ef minnsti grunur leiki á því að innhringjandi sé í vanda. Eftirfylgni neyðarsímtala almennt er til skoðunar samhliða rýni og endurskoðunar gæðahandbókar Neyðarlínunnar sem nú er í gangi.
Endurskoðun á notkun á olíuleiðslum
Tillaga í öryggisátt
RNSA beinir því til hönnuðar I.C.P. Savannah S að endurskoða notkun á rifluðu málmrörunum í olíukerfi [Rotax 912] hreyfilsins.
Afgreiðsla
Áhrif grasbrauta á afkastagetu
Tillaga í öryggisátt
Rannsóknarnefnd samgönguslysa beinir því til Samgöngustofu (áður Flugmálastjórnar Íslands) að hún komi á framfæri leiðbeinandi upplýsingum til flugmanna um áhrif grasbrauta á afkastagetu flugvéla í flugtaki og lendingu.
Afgreiðsla
Samgöngustofa hefur útbúið og gefið út á heimasíðu sinni upplýsingabækling og tilmæli um „Lendingar og flugtök á grasflötum“. Nálgast má efnið undir fræðsluefni fyrir einkaflugmenn á heimasíðu Samgöngustofu eða hér.
Lágmarkshæð við slátt á grasbrautum
Tillaga í öryggisátt
Rannsóknarnefnd samgönguslysa beinir því til ISAVIA að það setji lámarks hæðarviðmið við slátt á grasflugbrautum með hörðu undirlagi vegna hættu á aukinni lendingarvegalengd á slíkum flugbrautum í bleytu.
Afgreiðsla
Málið afgreitt með verklagsleiðbeiningum Isavia.
Verklag um eftirlit og slátt grasbrauta
Tillaga í öryggisátt
Rannsóknarnefnd samgönguslysa beinir því til ISAVIA að það endurskoði verklagsreglu VR572 02-1 í rekstrarhandbók með tilliti til setningarinnar „vorverks“ og „að vori“, þar sem að grasbrautir geta vaxið yfir 7 sm frá vorslætti og þurfa reglulegt eftirlit og viðhald yfir sumartímann.
Afgreiðsla
Verklagsregla VR525 01, Eftirliti og rekstur á grasflugbrautum, gefin út í stað verklagsreglu 572-02-1. Í verklagsreglunni er fjallað um að grasspretta megi ekki fara yfir 7cm og skal umsjónamaður flugvallarins fylgjast með sprettunni með því að mæla hæð grassins á nokkrum stöðum á flugvellinum. Reynslan hefur sýnt sig að umsjónarmenn grasflugbrauta okkar slá grasið þegar það er frá 5 og upp í 7 cm á hæð.
Verklag um samsetningu
Tillaga í öryggisátt
Rannsóknarnefnd samgönguslysa leggur til að Svifflugfélag Akureyrar setji upp skriflega verkferla fyrir samsetningu svifflugvéla í sinni umsjá og tryggi að þeim sé fylgt.
Afgreiðsla
Svifflugfélagi Akureyrar hefur sett upp eftirfarandi verklag:
Samsetning á svifflugum skal framkvæmd af vönum aðila og eftir handbók viðkomandi vélar. Ef kostur er þá skal vanur maður velja annan aðila til þjálfunar við samsetningu til að tryggja að sem flestir kunni rétt til verka. Einungis einn aðili ber ábyrgð á samsetningunni. Ef ekki er kostur á vönum manni við samsetningu til dæmis ef um nýja vél er að ræða þá skal vélin sett saman eftir handbók vélarinnar en ætíð skal leitast eftir því að fá leiðbeiningar og sýnikennslu um samsetningu áður en tekið er á móti nýrri vél.
Það sem hafa ber sérstaklega í huga:
- Alls ekki má trufla aðila sem er að stjórna samsetningunni, ef utanaðkomandi aðilar koma að og eru með spurningar eða annað þá skal þeim bent á að stíga til hliðar þar til samsetningu er lokið. Aðilar í samsetningu skulu ekki láta síma ónáða sig.
- Eftir samsetningu skal prófa sérstaklega vel að allir stýrifletir virki sem skildi (positive control check)