Lög um RNSA, 35. gr.
Leita
Uppfæra AIP m.t.t. aðgengi að eldsneyti
Tillaga í öryggisátt
RNSA beinir því til Samgöngustofu að uppfæra Flugmálahandbók Íslands (AIP) er varðar upplýsingar um aðgengi að eldsneyti á flugvöllum landsins.
Afgreiðsla
Samgöngustofa hefur í samvinnu við hagsmunaaðila skoðað og metið tillöguna. Úttekt var gerð á upplýsingum í AIP um aðgengi að eldsneyti á flugvöllum landsins og komu í ljós minniháttar atriði sem þörfnuðust uppfærslu. Þá hefur verklagi einnig verið breytt til að tryggja að ef af einhverri ástæðu auglýst eldsneyti er tímabundið ekki í boði, þá verði gefið út NOTAM.
Flugmálahandbók Íslands (AIP) hefur verið uppfærð er varðar upplýsingar um aðgengi að eldsneyti á flugvöllum landsins.
Forvarnir er varðar eldsneyti og eldsneytisþurrð
Tillaga í öryggisátt
RNSA beinir því til Samgöngustofu að beita sér í forvörnum og fræðslu er varðar yfirsýn flugmanna á eldsneyti um borð og hættu á eldsneytisþurrð.
Afgreiðsla
Samgöngustofa hefur brugðist við tilmælunum á þann hátt að fræðsluefni hefur verið uppfært og birt á heimasíðu Samgöngustofu. Þá hefur þetta nýja fræðsluefni verið kynnt bæði á fésbókarsíðu Samgöngustofu og verður kynnt með auglýsingum á www.alltumflug.is. Þá vill Samgöngustofa einnig minna á að í gildi er upplýsingabréf; AIC B 003/2018 Vitund flugmanna um eldsneyti og eldsneytiseyðslu. Mun Samgöngustofa leggja til að upplýsingabréfið verði endurútgefið til áminningar.
Slóð á efni á heimasíðu samgöngustofu:
https://eplica.samgongustofa.is/media/flug/FYRIRBYGGJA-ELDSNEYTISSKORT-2021.pdf
Þétta net sölustaða Avgas 100LL á flugvöllum landsins
Tillaga í öryggisátt
RNSA beinir því til Samgönguráðuneytisins að beita sér fyrir þéttingu nets sölustaða Avgas 100LL eldsneytis á flugvöllum landsins.
Afgreiðsla
Óafgreitt af Samgönguráðuneytinu.
Conform to the required specifications and standards
Tillaga í öryggisátt
Take the necessary quality assurance steps to ensure that connecting rod and the small end bushings conform to the required specifications and standards.
Afgreiðsla
Not actioned by Continental.
Endurskoðun þjálfun starfsfólks í viðhaldi flugvéla
Tillaga í öryggisátt
Að Air Iceland Connect endurskoði þjálfun starfsfólks, til þess að tryggja að starfsfólk sem kemur að viðhaldi flugvéla, hver sem staða þess er, fái viðeigandi þjálfun og hafi þekkingu á sínu hlutverki og skyldum. Undir þetta fellur að starfsfólki á að vera ljóst hverjar heimildir þess eru (authorized staff) eða takmarkanir (un-authorized staff).
Afgreiðsla
Training for maintenance personnel has been reviewed. Initial training for employees will include overview of privileges as well as limitations set forth for Mechanics and Technicians in CAME and regulations.
Procedures in CAME have been reviewed with this in mind, and CAME 2.10 and roles and responsibilities in 1.4 have been updated in rev. 50 with a clear definition of the different limitations. The line between Mechanic and Technician has been made clear to make sure every employee knows their limitations.
List 1.6.0 Company Staff and Authorization list will be re-issued to include all maintenance personnel and certifying staff will be re-issued to include all employees with limitations and privileges presented to make it clearer. E.g. currently the list does not contain Non Part-66 Mechanics, Airworthiness Review Staff and office personnel. In next revision this will all be added to the same list to have a clear overview for all personnel.
Training Material will be distributed to all personnel when CAME revision 50 has been accepted by ICETRA, with a special focus on Mechanics and Technicians.
Endurskoðun þjálfun yfirmanna og viðhaldsvotta
Tillaga í öryggisátt
Að Air Iceland Connect endurskoði þjálfun yfirmanna og viðhaldsvotta á viðhaldssviði til að tryggt sé að viðhaldshandbók félagsins sé fylgt (CAME 2.28 og 2.25).
Afgreiðsla
During review of CAME procedures 2.28 and 2.25 with reference to training for Maintenance personnel (both Management and CRS) the following was identified; need to increase and make the training more clear with regards to critical task and independent inspection.
Air Iceland Connect has conducted the following to ensure that maintenance personnel (both management and CRS) are trained up to standard and adhere to procedure.
- Shift supervisors have been trained in handling of Critical tasks and production planning procedures.
- CAME 2.23 has been updated in rev. 50 to make sure that the performance of Independent Inspection is clear.
Furthermore, the training material has been reviewed and the following actions taken;
- Recurrent Training of Independent Inspection: Training Material has been updated to include why Regulation (EU 1321/2014) article 145.A.48 came into effect, including the accidents that led to it.
- Initial Training of Independent Inspection: Training Material has been updated to include recent incident findings related to Independent Inspection.
Currently, important information, best practices and recent incident findings, actions, root cause and mitigation implemented to prevent re-occurrence is distributed during Technical Safety Seminars held twice a year, that course will remain as practiced.
Verklag um flugvél tekin úr skipulögðu viðhaldi
Tillaga í öryggisátt
Að Air Iceland Connect setji upp formlegt verklag til þess að tryggja að flugumsjón geti ekki einhliða tekið flugvél úr skipulögðu og/eða bókuðu viðhaldi, án samráðs og samþykkis viðhaldsdeildar.
Afgreiðsla
The following text is currently in Air Iceland Connect OM-A 1.3.3.6 (9); „Co-ordinate airplane assignment to scheduled flight operations and charter flights with Marketing Division and Technical Operations“. After discussion with relevant personnel it clear that changes to scheduled maintenance are not done without consultation with the Technical department.
To prevent any misunderstanding and to document current practice the following text has been added to OM-A 1.3.3.6 (9) in revision 31.
Changes to planned scheduled maintenance slot in RM / Movement Control shall only be done after consultation and acceptance by the Technical Department.
Endurskoðun verklags vegna veikinda/slys/frestun viðhalds
Tillaga í öryggisátt
Að Air Iceland Connect endurskoði verklag á viðhaldssviði (production planning) þegar veikindi/slys/frestun viðhalds og annað komi upp, til þess að tryggja nægilegan fjölda flugvirkja með viðeigandi réttindi, fyrir uppsett verk.
Afgreiðsla
The following actions have been taken by AIC to clarify role and responsibility of Shift Supervisor with the aim to prevent similar occurrence. With update of the procedure, emphasis is placed on how to address unforeseen circumstances and take control of situations that may arise such as, sick leave, AOG etc.
CAME 1.4.8.2 has been updated in CAME rev. 50, to include the following regarding Shift Supervisor role and responsibility:
He is responsible for production and the safety of his assigned shift and personnel and ensure that sufficient personnel is available to carry out required maintenance tasks.
The following will also be added for further clarification:
- Reschedule shift personnel in case of unforeseen circumstances e.g. AOG and sick leave, to ensure that sufficient authorised and qualified manpower is available to carry out scheduled maintenance.
All shift supervisors currently working for AIC have been briefed on this and are well aware of their role and responsibility with this in mind.
Regularly review the FOD program
Tillaga í öryggisátt
Review regularly the FOD program and procedures associated, to ensure that runways are as far as possible clear of debris.
Afgreiðsla
Isavia hefur unnið úrbætur vegna úrbótatillögu 18-104F018 T01 “ Regularly review the FOD Program “ og gefið út uppfært skjal VR700 12 -2 Öryggisáætlun vegna FOD sem tekur til uppfærslu og endurskoðunar . Skjalið var gefið út 26.4.2021.
Til þess að tryggja að öryggisáætlun um FOD sé sem viðtækust skal vera fjallað um FOD að lágmarki hér:
(I) Nýliðafræðslu Isavia (allir starfsmenn)
(II) Fræðsluefni um öryggisvitund (allir starfsmenn sem fá aðgangsheimild)
(III) Öryggisreglum Isavia fyrir Keflavíkurflugvöll
(IV) Öryggishandbókum flugafgreiðsluaðila
(V) VR flugvallarþjónustu
(VI) Öryggisviku/dögum Isavia
(VI) Í öðru útgefnu efni
Upplýsingar og tilkynningar um FOD eru skráðar í Opscom af Isavia. Fylgst er með tíðni, umfang og eðli FOD tilkynninga og gripið til aðgerða í samræmi við það. Fjallað er um FOD á samráðsfundum með flugrekendum og flugafgreiðsluaðilum, Hlaðöryggisfundum (Apron safety meetings).
Atriði í áætluninni er hluti af úttektarviðmiðum flugafgreiðsluaðila.
Öryggisáætlun um FOD er uppfærð með hliðsjón af ofangreindu.
Samhliða voru eftirfarandi atriði einnig uppfærð:
- HB700 01 Öryggisreglur Keflavíkurflugvallar
- Nýliðafræðsla
- VR710 13 Eftirlit og mælingar á athafnasvæðum loftfara
- 139/2014 um Areodrome safety programmes og committees
Verkaskipting í flugturni
Tillaga í öryggisátt
Að Isavia skipuleggi verkaskiptingu í flugturni miðað við álag hverju sinni.
Afgreiðsla
Isavia hefur sett í gang vinnu við að rýna verklag sem snýr að verkaskiptingu í flugturni og uppfæra það, með það að markmiði að skilgreind viðmið séu til staðar varðandi það hvenær álag og umfang verkefna kalli á að manna þurfi fleiri vinnustöður í turni.