Tillögur í öryggisátt Síða 11

Lög um RNSA, 35. gr.

Vöktun fylgni flugvéla við heimilaða flugleið

Flug
Nr. máls: 16-131F022
Staða máls: Lokuð
30.06.2020

Tillaga í öryggisátt

RNSA beinir eftirfarandi tillögum í öryggisátt til Isavia og dótturfyrirtækis þess Isavia ANS:

Að hugað verði að innleiðingu á búnað (Approach Path Monitoring) í flugumferðarstjórnunarkerfi Isavia fyrir aðflug til Keflavíkurflugvallar og Reykjavíkurflugvallar (FAXI TMA), sem og fyrir Keflavíkurflugvöll (BIKF TWR) og Reykjavíkurflugvöll (BIRK TWR) sem vakti fylgni flugvéla í stjórnuðu loftrými við heimilaða flugleið.

Afgreiðsla

Kerfi sem vaktar að ferill flugvélar sé í samræmi við útgefna flugheimild er á þróunaráætlun Isavia ANS. Innleiðingardagsetning hefur ekki verið ákveðin.

Þétta net sölustaða Avgas 100LL á flugvöllum landsins

Flug
Nr. máls: 19-085F023
Staða máls: Opin
29.10.2020

Tillaga í öryggisátt

RNSA beinir því til Samgönguráðuneytisins að beita sér fyrir þéttingu nets sölustaða Avgas 100LL eldsneytis á flugvöllum landsins.

Afgreiðsla

Óafgreitt af Samgönguráðuneytinu.

Þjálfun neyðarviðbragða

Flug
Nr. máls: M-02012/AIG-16
Staða máls: Lokuð
17.09.2014

Tillaga í öryggisátt

RNSA beinir því til fisfélagsins Sléttunnar að verkleg kennsla við þjálfun á neyðarviðbrögðum verði bætt.

Afgreiðsla

Fisfélagið Sléttan í samvinnu við fisfélag Reykjavíkur og Samgöngustofu hefur hafið vinnu við endurskoðun verklagshandbóka fisfélaga. Vonast er til að þetta klárist vorið 2016.