Tillögur í öryggisátt Síða 6

Lög um RNSA, 35. gr.

Hlustun á turnrás í farartækjum flugvallarþjónustu

Flug
Nr. máls: 18-025F007
Staða máls: Lokuð
28.11.2019

Tillaga í öryggisátt

Að Isavia skoði þann möguleika að tengja hlustun á turnrás inn á fjarskiptatæki í farartækjum flugvallarþjónustu Reykjavíkurflugvallar til þess að auka næmi á aðstæður (situational awareness).

Afgreiðsla

Isavia Innanlandsflugvellir hefur skoðað tillögu RNSA og lagt mat á eftirfarandi:

  • Samtenging (coupling) tíðna í fjarskiptakerfi turnsins:
    • Virkar ekki vegna áhrifa og truflana á Grund vinnustöðvar í turni.
    • Vinna hefur verið í gangi til að draga úr álagi á TWR vinnustöðina meðal annars með því að láta Grund stjórna ökutækjum.
  • Færa ökutæki á tíðni TWR, 118,0 MHz:
    • Virkar illa vegna aukningar álags á tíðni TWR.
    • Einnig er ökutækjum stjórnað af Grund til að dreifa álagi á ATS samanber ofangreint.
  • Bæta við hlustun ökutækja á tíðni TWR, 118,0 MHz:
    • Kaup á talstöðvum í ökutæki flugvallarþjónustu:
      • Ekki hægt að framkvæma að svo stöddu vegna mikils kostnaðar.
    • Kaup á „scannerum“ í ökutæki flugvallarþjónustu:
      • Verður sett upp í þeim ökutækjum þar sem hægt er.
      • Þessi lausn gengur samt ekki upp í tveimur ökutækjum vegna hávaða í viðkomandi tækjum og þar munu stjórnendur þeirra fá heyrnartól til að útiloka hávaðann í vinnurýminu en geta hlustað á grund og vinnustöð flugvallarþjónustu.
      • Þarna er ekki hægt að leysa hlustun á þriðju talstöðvar rásina.
  • Einnig verður hugtakið situational awareness sett inn í grunnþjálfun og farið yfir hvernig flugvallarstarfsmenn geta eflt eigin stöðuvitund og árvekni við störf sem eru einhæf og álagstengd eins og snjómokstur er.
  • Farið verður í vinnu með flugvallarstarfsmönnum fyrir vetrarvertíðina og kerfisbundnari leiðir mótaðar í snjóvinnunni til þess að fyrirbyggja að vinnuálag verði til þess að minnka stöðuvitund og árvekni, þá sérstaklega á álagsdögum.
    • Þessu tengt munu stjórnendur BIRK fara í skipulagsvinnu til að finna leiðir sem geta dregið úr tímabundnu álagi.

 

Increased altitude for exercises

Flug
Nr. máls: 15-089-F-026
Staða máls: Lokuð
28.11.2019

Tillaga í öryggisátt

Increase the minimum altitude for exercises that can lead to a spin to 5000 feet (AGL).

Afgreiðsla

The Operating Manual has been updated as follows:

3.2.6 Minimum Safe Altitude
􀁸 For VFR, refer to the AIP ICELAND ENR 1.1
􀁸 For IFR, refer to the AIP ICELAND ENR 1.3; or
􀁸 Ref. also minimum safe altitudes on VFR chart available on Isavia’s website
􀁸 All flight training practices on Technam A/C, which are subject to g-loads, minimum speed, stalls, spin entry and incipient spins (including BASIC UPRT and ADVANCED UPRT), are mandatory to have at least 5000 feet AGL clearance before entering into such flight training practice. For other a/c the minimum AGL clearance for the same exercises shall be at least 3000 feet AGL and 5000 feet AGL for ADVANCED UPRT training items. 
􀁸 All loss of power on single engine or loss of power on multi engine practices, are subject to have minimum 500 feet AGL clearance before attempting or terminating such flight training practice.

Independent auditing role of flight certification officers

Flug
Nr. máls: M-01313/AIG-09
Staða máls: Opin
23.03.2016

Tillaga í öryggisátt

Ensure that on-site flight certification officers maintain an independent auditing role from the flight crew of the manufacturer

Afgreiðsla

Not actioned by the Russian Ministry of Industry and Trade.

Innan marka í umferðarhring

Flug
Nr. máls: M-00713/AIG-06
Staða máls: Lokuð
20.04.2015

Tillaga í öryggisátt

RNSA leggur til að flugrekandi flugskólans brýni það fyrir flugkennurum og nemendum sínum að halda sig innan þeirra marka sem ætlast er til þegar flogið er í umferðahring.

Afgreiðsla

Flugrekandinn tók undir tillöguna og vinnur að endurskipulagningu verklags við óstjórnaða flugvelli sem tekur enn betur á yfirflugi og köllum við óstjórnaða velli.

Innleiðing á ADS-B

Flug
Nr. máls: 22-010F002
Staða máls: Opin
02.05.2024

Tillaga í öryggisátt

RNSA beinir því til Samgöngustofu að innleiða ADS-B senda í öll mönnuð loftför sem fljúga í íslensku loftrými.

Afgreiðsla

Inspection of landing gears for undersized parts

Flug
Nr. máls: 20-014F001
Staða máls: Lokuð
02.04.2020

Tillaga í öryggisátt

For aircraft that have received overhauled landing gears from Landing Gear Technologies, registered as TF-ISS, TF-FIA, TF-ISY and D4-CCG, inspect the landing gears and the landing gears records as follows:

Inspect the landing gears. If the landing gears contain fastening component and a mating part of painted yellow color, then inspect the landing gear overhaul records to verify that the parts have been undersized.

If the landing gear overhaul records indicate that the parts have been undersized by Landing Gear Technologies, jack up the airplane per the Aircraft Maintenance Manual instructions, disassemble the undersized parts and measure the threaded portion of the undersized parts to verify that their sizes are mating and per the relevant Component Maintenance Manual (CMM) for undersize parts.

If, the undersized parts sizes are as required per the CMM, re-assemble per the relevant CMM instructions. Otherwise take the necessary maintenance action to replace with the required parts.

Afgreiðsla

Icelandair inspected all landing gears for undersized parts and mesured all undesized parts originating from Landing Gear Technologies in Miami.

Instructions for pilots in English on the Icelandic Met Office homepage

Flug
Nr. máls: M-01514/AIG-12
Staða máls: Lokuð
25.10.2018

Tillaga í öryggisátt

ITSB recommends to the Icelandic Met Office that it publishes instructions (in English) that supports pilots on how to use the materials on the Met Office website.

Afgreiðsla

Veðurstofa Íslands leggur til að:

1) Samdar verði leiðbeiningar á ensku um gögnin á ensku flugveðursíðunni og hvernig þau geti nýst ferjuflugmönnum.

2) Samdar verði leiðbeiningar fyrir ferjuflugmenn sem hjálpi þeim að velja hvort betra sé að fljúga til BIEG eða BIHN eftir veðuraðstæðum frá Færeyjum.

Kennsluflug í meiri hæð

Flug
Nr. máls: M-02012/AIG-16
Staða máls: Lokuð
17.09.2014

Tillaga í öryggisátt

RNSA beinir því til fisfélagsins Sléttunnar að verklegt kennsluflug verði framkvæmt í meiri hæð í skilgreindu æfingarsvæði.

Afgreiðsla

Fisfélagið Sléttan í samvinnu við fisfélag Reykjavíkur og Samgöngustofu hefur hafið vinnu við endurskoðun verklagshandbóka fisfélaga. Vonast er til að þetta klárist vorið 2016.

Lágmarkshæð við slátt á grasbrautum

Flug
Nr. máls: M-02511/AIG-18
Staða máls: Lokuð
12.09.2013

Tillaga í öryggisátt

Rannsóknarnefnd samgönguslysa beinir því til ISAVIA að það setji lámarks hæðarviðmið við slátt á grasflugbrautum með hörðu undirlagi vegna hættu á aukinni lendingarvegalengd á slíkum flugbrautum í bleytu.

Afgreiðsla

Málið afgreitt með verklagsleiðbeiningum Isavia.

Leiðbeinandi efni um stýrislæsingar

Flug
Nr. máls: 19-115F031
Staða máls: Lokuð
19.08.2021

Tillaga í öryggisátt

RNSA beinir því til Samgöngustofu að hún gefi út leiðbeinandi efni um frágang og notkun stýrislæsinga (gust lock) í loftförum sem notuð eru í almannaflugi.

Afgreiðsla

Í lokaskýrslu sem gefin var út 19. ágúst 2021 beinir RNSA til Samgöngustofu tillögu í öryggisátt, eða að Samgöngustofa gefi út leiðbeinandi efni um frágang og notkun stýrislæsinga (gust lock) í loftförum sem notuð eru í almannaflugi. Samgöngustofa hefur brugðist við tillögunni á þann hátt að leiðbeiningarefni hefur verið gefið út og er það að finna á heimasíðu Samgöngustofu.