Lög um RNSA, 35. gr.
Leita
Uppfæra framsetningu á SIGMET
Tillaga í öryggisátt
RNSA beinir eftirfarandi tillögum í öryggisátt til Samgöngustofu:
- Með tilliti til útbreiddrar nútímatækni við myndræna upplýsingaöflun leggur RNSA til að Samgöngustofa beiti sér fyrir á alþjóðavettvangi (hjá ICAO) að framsetning á upplýsingarflæði til flugmanna sé uppfærð með myndrænni framsetningu þeirra svæða sem SIGMET skeyti eiga við.
Afgreiðsla
Óafgreitt af Samgöngustofu.
Uppfæra hraða í flugtölvum við undirbúning aðflugs
Tillaga í öryggisátt
RNSA beinir eftirfarandi tillögum í öryggisátt til Icelandair:
- Að félagið íhugi að yfirfara verklagsleiðbeiningar þannig að flugmenn félagsins uppfæri hraða í flugtölvum við undirbúning aðflugs, í samræmi við hleðslu flugvélar og veðuraðstæður, þannig að hraðar sjálfstýringarbúnaðar séu rétt upp settir fyrir aðflug.
Afgreiðsla
Óafgreitt af Icelandair.
Úttekt á samsetningu
Tillaga í öryggisátt
Rannsóknarnefnd samgönguslysa leggur til við Svifflugfélag Akureyrar að verkferlar fyrir samsetningu svifflugvéla krefjist þess að aðili sem ekki kom að samsetningunni taki verkið út.
Afgreiðsla
Svifflugfélagi Akureyrar hefur sett sér eftirfarandi verklag:
Eftir samsetningu þá skal annar aðili fara yfir allar tengingar og sannreyna að vélin sé rétt samansett. Sú skoðun má fara fram áður en lok eða límband eru sett yfir tengingar.
Útvíkkað verklag
Tillaga í öryggisátt
Rannsóknarnefnd samgönguslysa beinir því til Isavia ohf, Isavia ANS ehf og Isavia Innanlandsflugvalla ehf að skoða hvort útvíkka megi verklag, sambærilegt við verklagið í viðauka B, þannig að það nái ekki eingöngu yfir ótímabundið leyfi ökutækja á flugbrautum og akbrautum flugvéla.
Afgreiðsla
Verkaskipting í flugturni
Tillaga í öryggisátt
Að Isavia skipuleggi verkaskiptingu í flugturni miðað við álag hverju sinni.
Afgreiðsla
Isavia hefur sett í gang vinnu við að rýna verklag sem snýr að verkaskiptingu í flugturni og uppfæra það, með það að markmiði að skilgreind viðmið séu til staðar varðandi það hvenær álag og umfang verkefna kalli á að manna þurfi fleiri vinnustöður í turni.
Verklag aðflugsstjórnar á Akureyrarflugvelli
Tillaga í öryggisátt
RNSA beinir því til ISAVIA að yfirfara verkferla við aðflugsstjórn á Akureyri og skoða hvort þörf sé á breyttu verklagi og búnaði við þá þjónustu.
Afgreiðsla
Frá því atvikið átti sér stað 2009 hefur Isavia lagt í talsverða vinnu við uppfærslu á verklagi og búnaði fyrir þá aðflugsþjónustu sem veitt er á Akureyri. Má þar nefna m.a.:
- 2011 voru skilgreind og gefin út verklög vegna radaraðfluga
- 2013 var útbúið verklag um daglega prófun á virkni ratsjár
- 2014 var ratsjá endurnýjuð að miklu leiti
- 2017 upptaka ratsjárgagna innleidd
Verklag um eftirlit og slátt grasbrauta
Tillaga í öryggisátt
Rannsóknarnefnd samgönguslysa beinir því til ISAVIA að það endurskoði verklagsreglu VR572 02-1 í rekstrarhandbók með tilliti til setningarinnar „vorverks“ og „að vori“, þar sem að grasbrautir geta vaxið yfir 7 sm frá vorslætti og þurfa reglulegt eftirlit og viðhald yfir sumartímann.
Afgreiðsla
Verklagsregla VR525 01, Eftirliti og rekstur á grasflugbrautum, gefin út í stað verklagsreglu 572-02-1. Í verklagsreglunni er fjallað um að grasspretta megi ekki fara yfir 7cm og skal umsjónamaður flugvallarins fylgjast með sprettunni með því að mæla hæð grassins á nokkrum stöðum á flugvellinum. Reynslan hefur sýnt sig að umsjónarmenn grasflugbrauta okkar slá grasið þegar það er frá 5 og upp í 7 cm á hæð.
Verklag um fjarskipti
Tillaga í öryggisátt
RNSA leggur til að Samgöngustofa setji verklag fyrir fjarskipti við flugvelli sem ekki njóta flugumferðarþjónustu og kynni það.
Afgreiðsla
Samgöngustofa hefur í samráði við Isavia lagfært orðalagið í AIP GEN 3.4.4.11 þar sem upplýsingar um leiðbeinandi verklag um Fjarskipti í sjónflugi innanlands eru birtar. Breytingarnar á AIP tóku gildi 28. apríl 2016.
Verklag um flugvél tekin úr skipulögðu viðhaldi
Tillaga í öryggisátt
Að Air Iceland Connect setji upp formlegt verklag til þess að tryggja að flugumsjón geti ekki einhliða tekið flugvél úr skipulögðu og/eða bókuðu viðhaldi, án samráðs og samþykkis viðhaldsdeildar.
Afgreiðsla
The following text is currently in Air Iceland Connect OM-A 1.3.3.6 (9); „Co-ordinate airplane assignment to scheduled flight operations and charter flights with Marketing Division and Technical Operations“. After discussion with relevant personnel it clear that changes to scheduled maintenance are not done without consultation with the Technical department.
To prevent any misunderstanding and to document current practice the following text has been added to OM-A 1.3.3.6 (9) in revision 31.
Changes to planned scheduled maintenance slot in RM / Movement Control shall only be done after consultation and acceptance by the Technical Department.
Verklag um kúplun tíðna
Tillaga í öryggisátt
Rannsóknarnefnd samgönguslysa beinir því til Isavia Innanlandsflugvalla ehf að flugvallarþjónusta og flugumferðarstjórar á BIRK komi sér saman um ákveðið verklag eða aðstæður þar sem tenging (kúplun) tíðna bætir öryggi á flugvellinum og það verklag verði fest í sessi.