Tillögur í öryggisátt

Lög um RNSA, 35. gr.

Þjálfun neyðarviðbragða

Flug
Nr. máls: M-02012/AIG-16
Staða máls: Lokuð
17.09.2014

Tillaga í öryggisátt

RNSA beinir því til fisfélagsins Sléttunnar að verkleg kennsla við þjálfun á neyðarviðbrögðum verði bætt.

Afgreiðsla

Fisfélagið Sléttan í samvinnu við fisfélag Reykjavíkur og Samgöngustofu hefur hafið vinnu við endurskoðun verklagshandbóka fisfélaga. Vonast er til að þetta klárist vorið 2016.

Þétta net sölustaða Avgas 100LL á flugvöllum landsins

Flug
Nr. máls: 19-085F023
Staða máls: Opin
29.10.2020

Tillaga í öryggisátt

RNSA beinir því til Samgönguráðuneytisins að beita sér fyrir þéttingu nets sölustaða Avgas 100LL eldsneytis á flugvöllum landsins.

Afgreiðsla

Óafgreitt af Samgönguráðuneytinu.

Vöktun fylgni flugvéla við heimilaða flugleið

Flug
Nr. máls: 16-131F022
Staða máls: Lokuð
30.06.2020

Tillaga í öryggisátt

RNSA beinir eftirfarandi tillögum í öryggisátt til Isavia og dótturfyrirtækis þess Isavia ANS:

Að hugað verði að innleiðingu á búnað (Approach Path Monitoring) í flugumferðarstjórnunarkerfi Isavia fyrir aðflug til Keflavíkurflugvallar og Reykjavíkurflugvallar (FAXI TMA), sem og fyrir Keflavíkurflugvöll (BIKF TWR) og Reykjavíkurflugvöll (BIRK TWR) sem vakti fylgni flugvéla í stjórnuðu loftrými við heimilaða flugleið.

Afgreiðsla

Kerfi sem vaktar að ferill flugvélar sé í samræmi við útgefna flugheimild er á þróunaráætlun Isavia ANS. Innleiðingardagsetning hefur ekki verið ákveðin.

Viðbragðsáætlun fyrir leit og björgun

Flug
Nr. máls: 22-010F002
Staða máls: Opin
02.05.2024

Tillaga í öryggisátt

RNSA beinir því til Landhelgisgæslu Íslands að koma á viðbragðsáætlun fyrir Samhæfingarstöðina, í samvinnu við viðkomandi hagaðila, um hvernig skipulagi, framkvæmd og ábyrgð leitar að týndu loftfari skuli háttað.

Afgreiðsla

Verklag við lendingar á jöklum og í snjó

Flug
Nr. máls: M-00414/AIG-02
Staða máls: Lokuð
10.08.2017

Tillaga í öryggisátt

RNSA beinir því til Norðurflugs að setja í handbækur sínar verklagsreglur varðandi lendingar á jöklum og á snjó, þegar hætta er á að flugmenn geti misst viðmið á jörðu.

Afgreiðsla

Norðurflug hefur innleitt tillöguna á eftirfarandi hátt:

  • Hluti í handbók 8.1.2.2
  • Hluti af OPC formi
  • Hluti af þjálfun fyrir þyrlu skíðun þar sem einkum reynir á þetta og í kennsluefni er ítarlega farið yfir „whiteout“
  • Hluti af áhættumati sem gert er vegna nýrrar reglugerðar Ferðamálastofu

Verklag um samsetningu

Flug
Nr. máls: M-01511/AIG-12
Staða máls: Lokuð
24.10.2013

Tillaga í öryggisátt

Rannsóknarnefnd samgönguslysa leggur til að Svifflugfélag Akureyrar setji upp skriflega verkferla fyrir samsetningu svifflugvéla í sinni umsjá og tryggi að þeim sé fylgt.

Afgreiðsla

Svifflugfélagi Akureyrar hefur sett upp eftirfarandi verklag:

Samsetning á svifflugum skal framkvæmd af vönum aðila og eftir handbók viðkomandi vélar. Ef kostur er þá skal vanur maður velja annan aðila til þjálfunar við samsetningu til að tryggja að sem flestir kunni rétt til verka. Einungis einn aðili ber ábyrgð á samsetningunni. Ef ekki er kostur á vönum manni við samsetningu til dæmis ef um nýja vél er að ræða þá skal vélin sett saman eftir handbók vélarinnar en ætíð skal leitast eftir því að fá leiðbeiningar og sýnikennslu um samsetningu áður en tekið er á móti nýrri vél.

Það sem hafa ber sérstaklega í huga:

  • Alls ekki má trufla aðila sem er að stjórna samsetningunni, ef utanaðkomandi aðilar koma að og eru með spurningar eða annað þá skal þeim bent á að stíga til hliðar þar til samsetningu er lokið. Aðilar í samsetningu skulu ekki láta síma ónáða sig.
  • Eftir samsetningu skal prófa sérstaklega vel að allir stýrifletir virki sem skildi (positive control check)

 

Verklag um flugvél tekin úr skipulögðu viðhaldi

Flug
Nr. máls: 18-150F030
Staða máls: Lokuð
12.12.2019

Tillaga í öryggisátt

Að Air Iceland Connect setji upp formlegt verklag til þess að tryggja að flugumsjón geti ekki einhliða tekið flugvél úr skipulögðu og/eða bókuðu viðhaldi, án samráðs og samþykkis viðhaldsdeildar.

Afgreiðsla

The following text is currently in Air Iceland Connect OM-A 1.3.3.6 (9); „Co-ordinate airplane assignment to scheduled flight operations and charter flights with Marketing Division and Technical Operations“. After discussion with relevant personnel it clear that changes to scheduled maintenance are not done without consultation with the Technical department.

To prevent any misunderstanding and to document current practice the following text has been added to OM-A 1.3.3.6 (9) in revision 31.

Changes to planned scheduled maintenance slot in RM / Movement Control shall only be done after consultation and acceptance by the Technical Department.

Verklag um fjarskipti

Flug
Nr. máls: M-00713/AIG-06
Staða máls: Lokuð
20.04.2015

Tillaga í öryggisátt

RNSA leggur til að Samgöngustofa setji verklag fyrir fjarskipti við flugvelli sem ekki njóta flugumferðarþjónustu og kynni það.

Afgreiðsla

Samgöngustofa hefur í samráði við Isavia lagfært orðalagið í AIP GEN 3.4.4.11 þar sem upplýsingar um leiðbeinandi verklag um Fjarskipti í sjónflugi innanlands eru birtar. Breytingarnar á AIP tóku gildi 28. apríl 2016.

Verklag um eftirlit og slátt grasbrauta

Flug
Nr. máls: M-02511/AIG-18
Staða máls: Lokuð
12.09.2013

Tillaga í öryggisátt

Rannsóknarnefnd samgönguslysa beinir því til ISAVIA að það endurskoði verklagsreglu VR572 02-1 í rekstrarhandbók með tilliti til setningarinnar „vorverks“ og „að vori“, þar sem að grasbrautir geta vaxið yfir 7 sm frá vorslætti og þurfa reglulegt eftirlit og viðhald yfir sumartímann.

Afgreiðsla

Verklagsregla VR525 01, Eftirliti og rekstur á grasflugbrautum, gefin út í stað verklagsreglu 572-02-1. Í verklagsreglunni er fjallað um að grasspretta megi ekki fara yfir 7cm og skal umsjónamaður flugvallarins fylgjast með sprettunni með því að mæla hæð grassins á nokkrum stöðum á flugvellinum. Reynslan hefur sýnt sig að umsjónarmenn grasflugbrauta okkar slá grasið þegar það er frá 5 og upp í 7 cm á hæð.

Verklag aðflugsstjórnar á Akureyrarflugvelli

Flug
Nr. máls: M-03009/AIG-17
Staða máls: Lokuð
02.10.2013

Tillaga í öryggisátt

RNSA beinir því til ISAVIA að yfirfara verkferla við aðflugsstjórn á Akureyri og skoða hvort þörf sé á breyttu verklagi og búnaði við þá þjónustu.

Afgreiðsla

Frá því atvikið átti sér stað 2009 hefur Isavia lagt í talsverða vinnu við uppfærslu á verklagi og búnaði fyrir þá aðflugsþjónustu sem veitt er á Akureyri. Má þar nefna m.a.:

  • 2011 voru skilgreind og gefin út verklög vegna radaraðfluga
  • 2013 var útbúið verklag um daglega prófun á virkni ratsjár
  • 2014 var ratsjá endurnýjuð að miklu leiti
  • 2017 upptaka ratsjárgagna innleidd