Tillögur í öryggisátt Síða 2

Lög um RNSA, 35. gr.

Verkaskipting í flugturni

Flug
Nr. máls: 18-049F010
Staða máls: Lokuð
08.08.2019

Tillaga í öryggisátt

Að Isavia skipuleggi verkaskiptingu í flugturni miðað við álag hverju sinni.

Afgreiðsla

Isavia hefur sett í gang vinnu við að rýna verklag sem snýr að verkaskiptingu í flugturni og uppfæra það, með það að markmiði að skilgreind viðmið séu til staðar varðandi það hvenær álag og umfang verkefna kalli á að manna þurfi fleiri vinnustöður í turni.

Úttekt á samsetningu

Flug
Nr. máls: M-01511/AIG-12
Staða máls: Lokuð
24.10.2013

Tillaga í öryggisátt

Rannsóknarnefnd samgönguslysa leggur til við Svifflugfélag Akureyrar að verkferlar fyrir samsetningu svifflugvéla krefjist þess að aðili sem ekki kom að samsetningunni taki verkið út.

Afgreiðsla

Svifflugfélagi Akureyrar hefur sett sér eftirfarandi verklag:

Eftir samsetningu þá skal annar aðili fara yfir allar tengingar og sannreyna að vélin sé rétt samansett. Sú skoðun má fara fram áður en lok eða límband eru sett yfir tengingar.

Uppfæra hraða í flugtölvum við undirbúning aðflugs

Flug
Nr. máls: 16-131F022
Staða máls: Opin
30.06.2020

Tillaga í öryggisátt

RNSA beinir eftirfarandi tillögum í öryggisátt til Icelandair:

  • Að félagið íhugi að yfirfara verklagsleiðbeiningar þannig að flugmenn félagsins uppfæri hraða í flugtölvum við undirbúning aðflugs, í samræmi við hleðslu flugvélar og veðuraðstæður, þannig að hraðar sjálfstýringarbúnaðar séu rétt upp settir fyrir aðflug.

Afgreiðsla

Óafgreitt af Icelandair.

Uppfæra framsetningu á SIGMET

Flug
Nr. máls: 16-131F022
Staða máls: Opin
30.06.2020

Tillaga í öryggisátt

RNSA beinir eftirfarandi tillögum í öryggisátt til Samgöngustofu:

  • Með tilliti til útbreiddrar nútímatækni við myndræna upplýsingaöflun leggur RNSA til að Samgöngustofa beiti sér fyrir á alþjóðavettvangi (hjá ICAO) að framsetning á upplýsingarflæði til flugmanna sé uppfærð með myndrænni framsetningu þeirra svæða sem SIGMET skeyti eiga við.

Afgreiðsla

Óafgreitt af Samgöngustofu.

Uppfæra framsetningu á NOTAMs

Flug
Nr. máls: 16-131F022
Staða máls: Opin
30.06.2020

Tillaga í öryggisátt

RNSA beinir eftirfarandi tillögum í öryggisátt til Samgöngustofu:

  • Með tilliti til útbreiddrar nútímatækni við myndræna upplýsingaöflun leggur RNSA til að Samgöngustofa beiti sér fyrir á alþjóðavettvangi (hjá ICAO) að framsetning NOTAM sé uppfærð yfir á myndrænt form, þar sem það á við.

Afgreiðsla

Óafgreitt af Samgöngustofu.

Uppfæra AIP m.t.t. aðgengi að eldsneyti

Flug
Nr. máls: 19-085F023
Staða máls: Lokuð
29.10.2020

Tillaga í öryggisátt

RNSA beinir því til Samgöngustofu að uppfæra Flugmálahandbók Íslands (AIP) er varðar upplýsingar um aðgengi að eldsneyti á flugvöllum landsins.

Afgreiðsla

Samgöngustofa hefur í samvinnu við hagsmunaaðila skoðað og metið tillöguna. Úttekt var gerð á upplýsingum í AIP um aðgengi að eldsneyti á flugvöllum landsins og komu í ljós minniháttar atriði sem þörfnuðust uppfærslu. Þá hefur verklagi einnig verið breytt til að tryggja að ef af einhverri ástæðu auglýst eldsneyti er tímabundið ekki í boði, þá verði gefið út NOTAM.

Flugmálahandbók Íslands (AIP) hefur verið uppfærð er varðar upplýsingar um aðgengi að eldsneyti á flugvöllum landsins.

Updating of operator's manual

Flug
Nr. máls: M-03114/AIG-23
Staða máls: Opin
10.08.2017

Tillaga í öryggisátt

The ITSB recommends that Göbler Hirthmotoren KG updates its Operator‘s Manual for Hirth engine 3503 with the correct spark plug information in Table 4.1 of Chapter 6. Specifications – 3503 engine.

Afgreiðsla

Not actioned by Göbler Hirthmotoren KG / Hirth Engines GmbH.

Tvíþátta mæling eldsneytis við fyrirflugsskoðun

Flug
Nr. máls: M-01214/AIG-09
Staða máls: Lokuð
10.08.2017

Tillaga í öryggisátt

RNSA beinir því til flugskólans Keilis að hann endurskoði handbók flugnema í þeim tilgangi að tryggja tvíþátta mælingu og samanburð á eldsneyti við fyrirflugsskoðun.

Afgreiðsla

Flugakademía Íslands hefur samið nýja eldsneytishandbók og hafa tveir starfsmenn verið þjálfaðir af Olíudreyfingu í meðhöndlun eldsneytissins og aðstoðuðu þeir okkur líka við skrif á handbókinni. 

Að auki hefur flugvélahandbók (OM) hefur verið endurskoðuð:

Aircraft type specific,
􀁸 information and data for fuel consumption;
􀁸 detailed instruction on how to use the provided data;
􀁸 unit of fuel measurement;
are to be found in the manual provided by the manufacturer. Refer to the List of aircraft used for training.
For the applicable fuel calculation form, refer appropriate form in Flight Logger
Both, the instructor/examiner and the student/applicant are familiar with the fuel calculation and the actual fuel data of the aircraft used.
As part of the pre-flight planning, the pilot in command/student shall make a careful calculation of the amount of fuel required specific to the intended flight session. In addition, the following shall be taken into consideration:
􀁸 the correct and consistent application of the fuel consumption data including associated unit of measurement as applicable for the concerned aircraft;
􀁸 the actual and forecast meteorological conditions;
􀁸 the planning of an alternative course of action to provide for the eventuality that the flight cannot be completed as planned;
􀁸 possible traffic delays for the anticipated ATC routings and aerodromes;
􀁸 any other condition that may delay (e.g. temporary operating restriction or closing of runway / and/or aerodrome, required re-routing) the landing of the aircraft;
􀁸 procedures specific to the type of aircraft, such as failure of one engine while en-route, loss of pressurisation etc. or any other condition that may increase the fuel and oil consumption.
As part of the briefing, the instructor shall evaluate the student’s fuel calculation prior to commencing the flight.

TQL operation under failed engine condition

Flug
Nr. máls: M-01313/AIG-09
Staða máls: Lokuð
23.03.2016

Tillaga í öryggisátt

Clarify the AFM procedures to require both TQLs to be operated in cases where a failed engine has not been identified and secured.

Afgreiðsla

SCAC clarify that the AFM approved by lAC AR and EASA for RRJ-95 aircraft contains all the instructions related to the engine thrust setting and also to the activation of the go-around function in accordance with the Certification Basis (CB) para. 25.125; 15.121 and 25.119 requirements. Both TQL's go-around position setting instructions are in the part of the Standard Operational Procedures (SOP) which are described in the Flight Crew Operating Manual (FCOM).

Tiltaka hvaða RNAV skuli nota í aðflugi

Flug
Nr. máls: 16-131F022
Staða máls: Lokuð
30.06.2020

Tillaga í öryggisátt

RNSA beinir eftirfarandi tillögum í öryggisátt til Isavia og dótturfyrirtækis þess Isavia ANS:

  • Að Isavia taki fyrir í síþjálfun flugumferðarstjóra verkferla í MANOPS er snúa að því að tiltaka ávallt hvaða RNAV feril skuli notast við að flugbraut, ef tveir eða fleiri RNAV ferlar hafa verið settir upp fyrir flugbrautina.

Afgreiðsla

Isavia ANS: Þetta verður tekið fyrir í síþjálfun veturinn 2020-2021.