Tillögur í öryggisátt Síða 2

Lög um RNSA, 35. gr.

Verklag um eftirlit og slátt grasbrauta

Flug
Nr. máls: M-02511/AIG-18
Staða máls: Lokuð
12.09.2013

Tillaga í öryggisátt

Rannsóknarnefnd samgönguslysa beinir því til ISAVIA að það endurskoði verklagsreglu VR572 02-1 í rekstrarhandbók með tilliti til setningarinnar „vorverks“ og „að vori“, þar sem að grasbrautir geta vaxið yfir 7 sm frá vorslætti og þurfa reglulegt eftirlit og viðhald yfir sumartímann.

Afgreiðsla

Verklagsregla VR525 01, Eftirliti og rekstur á grasflugbrautum, gefin út í stað verklagsreglu 572-02-1. Í verklagsreglunni er fjallað um að grasspretta megi ekki fara yfir 7cm og skal umsjónamaður flugvallarins fylgjast með sprettunni með því að mæla hæð grassins á nokkrum stöðum á flugvellinum. Reynslan hefur sýnt sig að umsjónarmenn grasflugbrauta okkar slá grasið þegar það er frá 5 og upp í 7 cm á hæð.

Verklag aðflugsstjórnar á Akureyrarflugvelli

Flug
Nr. máls: M-03009/AIG-17
Staða máls: Lokuð
02.10.2013

Tillaga í öryggisátt

RNSA beinir því til ISAVIA að yfirfara verkferla við aðflugsstjórn á Akureyri og skoða hvort þörf sé á breyttu verklagi og búnaði við þá þjónustu.

Afgreiðsla

Frá því atvikið átti sér stað 2009 hefur Isavia lagt í talsverða vinnu við uppfærslu á verklagi og búnaði fyrir þá aðflugsþjónustu sem veitt er á Akureyri. Má þar nefna m.a.:

  • 2011 voru skilgreind og gefin út verklög vegna radaraðfluga
  • 2013 var útbúið verklag um daglega prófun á virkni ratsjár
  • 2014 var ratsjá endurnýjuð að miklu leiti
  • 2017 upptaka ratsjárgagna innleidd

Verkaskipting í flugturni

Flug
Nr. máls: 18-049F010
Staða máls: Lokuð
08.08.2019

Tillaga í öryggisátt

Að Isavia skipuleggi verkaskiptingu í flugturni miðað við álag hverju sinni.

Afgreiðsla

Isavia hefur sett í gang vinnu við að rýna verklag sem snýr að verkaskiptingu í flugturni og uppfæra það, með það að markmiði að skilgreind viðmið séu til staðar varðandi það hvenær álag og umfang verkefna kalli á að manna þurfi fleiri vinnustöður í turni.

Útvíkkað verklag

Flug
Nr. máls: 23-028F007
Staða máls: Opin
30.12.2024

Tillaga í öryggisátt

Rannsóknarnefnd samgönguslysa beinir því til Isavia ohf, Isavia ANS ehf og Isavia Innanlandsflugvalla ehf að skoða hvort útvíkka megi verklag, sambærilegt við verklagið í viðauka B, þannig að það nái ekki eingöngu yfir ótímabundið leyfi ökutækja á flugbrautum og akbrautum flugvéla.

Afgreiðsla

Úttekt á samsetningu

Flug
Nr. máls: M-01511/AIG-12
Staða máls: Lokuð
24.10.2013

Tillaga í öryggisátt

Rannsóknarnefnd samgönguslysa leggur til við Svifflugfélag Akureyrar að verkferlar fyrir samsetningu svifflugvéla krefjist þess að aðili sem ekki kom að samsetningunni taki verkið út.

Afgreiðsla

Svifflugfélagi Akureyrar hefur sett sér eftirfarandi verklag:

Eftir samsetningu þá skal annar aðili fara yfir allar tengingar og sannreyna að vélin sé rétt samansett. Sú skoðun má fara fram áður en lok eða límband eru sett yfir tengingar.

Uppfæra hraða í flugtölvum við undirbúning aðflugs

Flug
Nr. máls: 16-131F022
Staða máls: Opin
30.06.2020

Tillaga í öryggisátt

RNSA beinir eftirfarandi tillögum í öryggisátt til Icelandair:

  • Að félagið íhugi að yfirfara verklagsleiðbeiningar þannig að flugmenn félagsins uppfæri hraða í flugtölvum við undirbúning aðflugs, í samræmi við hleðslu flugvélar og veðuraðstæður, þannig að hraðar sjálfstýringarbúnaðar séu rétt upp settir fyrir aðflug.

Afgreiðsla

Óafgreitt af Icelandair.

Uppfæra framsetningu á SIGMET

Flug
Nr. máls: 16-131F022
Staða máls: Opin
30.06.2020

Tillaga í öryggisátt

RNSA beinir eftirfarandi tillögum í öryggisátt til Samgöngustofu:

  • Með tilliti til útbreiddrar nútímatækni við myndræna upplýsingaöflun leggur RNSA til að Samgöngustofa beiti sér fyrir á alþjóðavettvangi (hjá ICAO) að framsetning á upplýsingarflæði til flugmanna sé uppfærð með myndrænni framsetningu þeirra svæða sem SIGMET skeyti eiga við.

Afgreiðsla

Óafgreitt af Samgöngustofu.

Uppfæra framsetningu á NOTAMs

Flug
Nr. máls: 16-131F022
Staða máls: Opin
30.06.2020

Tillaga í öryggisátt

RNSA beinir eftirfarandi tillögum í öryggisátt til Samgöngustofu:

  • Með tilliti til útbreiddrar nútímatækni við myndræna upplýsingaöflun leggur RNSA til að Samgöngustofa beiti sér fyrir á alþjóðavettvangi (hjá ICAO) að framsetning NOTAM sé uppfærð yfir á myndrænt form, þar sem það á við.

Afgreiðsla

Óafgreitt af Samgöngustofu.

Uppfæra AIP m.t.t. aðgengi að eldsneyti

Flug
Nr. máls: 19-085F023
Staða máls: Lokuð
29.10.2020

Tillaga í öryggisátt

RNSA beinir því til Samgöngustofu að uppfæra Flugmálahandbók Íslands (AIP) er varðar upplýsingar um aðgengi að eldsneyti á flugvöllum landsins.

Afgreiðsla

Samgöngustofa hefur í samvinnu við hagsmunaaðila skoðað og metið tillöguna. Úttekt var gerð á upplýsingum í AIP um aðgengi að eldsneyti á flugvöllum landsins og komu í ljós minniháttar atriði sem þörfnuðust uppfærslu. Þá hefur verklagi einnig verið breytt til að tryggja að ef af einhverri ástæðu auglýst eldsneyti er tímabundið ekki í boði, þá verði gefið út NOTAM.

Flugmálahandbók Íslands (AIP) hefur verið uppfærð er varðar upplýsingar um aðgengi að eldsneyti á flugvöllum landsins.

Updating of operator's manual

Flug
Nr. máls: M-03114/AIG-23
Staða máls: Opin
10.08.2017

Tillaga í öryggisátt

The ITSB recommends that Göbler Hirthmotoren KG updates its Operator‘s Manual for Hirth engine 3503 with the correct spark plug information in Table 4.1 of Chapter 6. Specifications – 3503 engine.

Afgreiðsla

Not actioned by Göbler Hirthmotoren KG / Hirth Engines GmbH.