Tillögur í öryggisátt Síða 5

Lög um RNSA, 35. gr.

Paramedic as a crew member

Flug
Nr. máls: M-01513/AIG-11
Staða máls: Lokuð
12.06.2017

Tillaga í öryggisátt

It is recommended to the Icelandic transport authority (ICETRA) to consider that a paramedic in an ambulance flight should be defined as a crew member.

Afgreiðsla

Að mati Samgöngustofu getur ítrasta krafa í þessu sambandi verið íþyngjani og erfitt fyrir leyfishafa að framkvæma, enda er t.d. ekki möguleiki að gera kröfu um að reglur um flug-, vakt- og hvíldartíma fyrir áhafnir gildi fyrir lækna og sjúkraflutningamenn.

Samgöngustofa hefur hins vegar ákveðið að gera kröfu til leyfishafa sem sinna sjúkraflugi með flugvélum að læknar og sjúkraflutningamenn verði skilgreindir sem "Medical Passenger / Flight Physician". Þessa skilgreiningu má nú þegar finna fyrir sjúrka- og björgunarflug með þyrlum. Leyfishafar munu þurfa að skilgreina viðkomandi í flugrekstrarhandbók, með hliðsjón af CAT.OP.MPA.155. Þá verði gerð krafa um að leyfishafar skilgreini í þjálfunarhandbók þjálfunarkröfur fyrir viðkomandi og hafi til hliðsjónar EU 965/2012 SPA.HEMS.100 GM1 SPA.HEMS.100(a) eins og á við í rekstri sjúkraflugs með flugvélum.

Notkun athafnasvæða einungis eftir fullnægjandi snjóhreinsun

Flug
Nr. máls: 18-034F008
Staða máls: Lokuð
17.09.2020

Tillaga í öryggisátt

Að við stjórnun flugumferðar á jörðu niðri sé loftförum ekki beint inn á athafnasvæði flugvallarins nema fullnægjandi snjóhreinsum hafi farið fram.

Afgreiðsla

Úrbætur Isavia ANS: Farið var yfir atvikin og áhrifaþætti þeirra í síþjálfun 2021 hjá flugumferðarstjórum sem veita aðflugs- og flugturnaþjónustu á Akureyrar-, Reykjavíkur- og Keflavíkurflugvelli. Einnig var farið yfir það verklag sem gildir um snjóhreinsun hjá flugvallaþjónustu.

Notify tower of abnormal worse braking actions

Flug
Nr. máls: 19-158F043
Staða máls: Lokuð
12.11.2020

Tillaga í öryggisátt

During braking action measurement, if abnormally worse braking actions are measured at the runway ends that do not concur with the average 1/3 runway value being measured, pilots should be notified.

Afgreiðsla

Verklag VR710 13 Eftirlit og mælingar á athafnasvæðum loftfara á Keflavíkurflugvelli var uppfært þann 25.9.2020, þar sem meðal annars var bætt við texta um mælingar og eftirlit. Núverandi texti er því eftirfarandi (tekið úr heildarskjali) :

  • Snjókóngar/aðstoðarvaktstjórar skulu undantekningalaust skoða öll athafnasvæði loftfara a.m.k. þrisvar sinnum á sólarhring. Skoðunin skal fara fram á tímabilinu kl. 05:00-07:00, 14:00-16:00 og 18:00-20:00. Tími og fjöldi skoðana skal að auki taka mið af umferð hverju sinni.
  • Niðurstöður allra mælinga sem sýna breytingu frá þeirri síðustu skal tafarlaust tilkynna flugturni. Ásamt því að geta sérstaklega, ef um varhugavert svæði er að ræða með tilliti til bremsuskilyrða. Upplýsingar um gildandi mælingu skal koma á framfæri við næstu vakt við vaktaskipti.
  • Snjókóngar/aðstoðarvaktstjórar upplýsa Rekstrarstjórnstöð um ástand flugvélarstæða tímanlega áður en þau skal taka í notkun samkvæmt áætlun um stæðaúthlutun.

Notam ef lýsingu er ábótavant

Flug
Nr. máls: 18-034F008
Staða máls: Lokuð
17.09.2020

Tillaga í öryggisátt

Að gefin sé út tilkynning til flugmanna (NOTAM) ef lýsing á flugbrautum eða akbrautum er ábótavant

Afgreiðsla

Isavia hefur lokið við úrbætur vegna skýrsu RNSA  18-034F008-T03 um útgáfu NOTAM vegna lýsingar á flugbraut/akbraut. Úrbætur felast í uppfærðri verklagreglu VR473 01 -3 Fyrirbyggjandi viðhald og viðgerðir sem samþykktar eru af deildarstjóra raftæknideildar. Þar kemur fram sér kafli um útgáfu NOTAM , ábyrgð og hlutverk þeirra aðila svo og í hvaða tilfellum skal gefa út NOTAM.

Mörk svæða sýnilegri úr lofti

Flug
Nr. máls: M-00713/AIG-06
Staða máls: Lokuð
20.04.2015

Tillaga í öryggisátt

RNSA leggur til að Samgöngustofa endurskoði staðsetningu Austursvæðis og Sandskeiðs með tilliti til marka þeirra þannig að þau verði auðséð úr lofti.

 

Afgreiðsla

Samgöngustofa setti af stað verkefni um endurskipulagningu svæða og sjónflugsumferðar fyrir austan BIRK. Reglur um breytta tilhögun sjónflugs í Austursvæði og austur af BIRK tóku gildi 1. júní 2016. Hin breytta tilhögun er byggð á hættugreiningu og áhættumati sem unnið var af Isavia að beiðni SGS. Flugumferðarstjórar sem og notendur loftrýmis (m.a. einkaflugmenn, prófdómarar, þyrluflugmenn) tóku þátt í þeirri vinnu og SGS stýrði síðan úrvinnslu lokatillagna, sem aftur voru rýndar af SGS og tryggði SGS að sömu aðilar kæmu ekki að úrvinnslu tillagna og rýni.

Eftirfarandi breytingar má finna í AIP, sjá hér.

Myndbandsupptökubúnaður við starfstöðvar

Flug
Nr. máls: 23-028F007
Staða máls: Opin
30.12.2024

Tillaga í öryggisátt

Rannsóknarnefnd samgönguslysa beinir því til Isavia ohf, Isavia ANS ehf og Isavia Innanlandsflugvalla ehf að fyrirtækin komi fyrir myndbandsupptökubúnaði við starfstöðvar flugumferðarstjóra sem ætlaðar eru til aðstoðar við rannsóknir á vegum RNSA.

Afgreiðsla

Make the airport at Höfn an entry airport into Iceland

Flug
Nr. máls: M-01514/AIG-12
Staða máls: Opin
25.10.2018

Tillaga í öryggisátt

The ITSB recommends to the Ministry of Transport and Local Government that the airport at Höfn be made an airport of entry into Iceland.

Afgreiðsla

Not actioned by the Ministry of Transport and Local Government.

Leiðbeinandi efni um stýrislæsingar

Flug
Nr. máls: 19-115F031
Staða máls: Lokuð
19.08.2021

Tillaga í öryggisátt

RNSA beinir því til Samgöngustofu að hún gefi út leiðbeinandi efni um frágang og notkun stýrislæsinga (gust lock) í loftförum sem notuð eru í almannaflugi.

Afgreiðsla

Í lokaskýrslu sem gefin var út 19. ágúst 2021 beinir RNSA til Samgöngustofu tillögu í öryggisátt, eða að Samgöngustofa gefi út leiðbeinandi efni um frágang og notkun stýrislæsinga (gust lock) í loftförum sem notuð eru í almannaflugi. Samgöngustofa hefur brugðist við tillögunni á þann hátt að leiðbeiningarefni hefur verið gefið út og er það að finna á heimasíðu Samgöngustofu.

Lágmarkshæð við slátt á grasbrautum

Flug
Nr. máls: M-02511/AIG-18
Staða máls: Lokuð
12.09.2013

Tillaga í öryggisátt

Rannsóknarnefnd samgönguslysa beinir því til ISAVIA að það setji lámarks hæðarviðmið við slátt á grasflugbrautum með hörðu undirlagi vegna hættu á aukinni lendingarvegalengd á slíkum flugbrautum í bleytu.

Afgreiðsla

Málið afgreitt með verklagsleiðbeiningum Isavia.

Kennsluflug í meiri hæð

Flug
Nr. máls: M-02012/AIG-16
Staða máls: Lokuð
17.09.2014

Tillaga í öryggisátt

RNSA beinir því til fisfélagsins Sléttunnar að verklegt kennsluflug verði framkvæmt í meiri hæð í skilgreindu æfingarsvæði.

Afgreiðsla

Fisfélagið Sléttan í samvinnu við fisfélag Reykjavíkur og Samgöngustofu hefur hafið vinnu við endurskoðun verklagshandbóka fisfélaga. Vonast er til að þetta klárist vorið 2016.