Tillögur í öryggisátt Síða 7

Lög um RNSA, 35. gr.

Forvörn og fræðsla er varðar flug í fjalllendi

Flug
Nr. máls: 19-142F041
Staða máls: Lokuð
30.12.2020

Tillaga í öryggisátt

RNSA beinir því til Samgöngustofu að beita sér í forvörnum og fræðslu er varðar flug við fjöll eða í fjalllendi.

Afgreiðsla

Samgöngustofa hefur brugðist við tilmælunum á þann hátt að fræðsluefni hefur verið uppfært og birt á heimasíðu Samgöngustofu. 

Slóð á efni á heimasíðu samgöngustofu:

https://www.samgongustofa.is/media/flug/FLUG-I-FJALLLENDI-ISLENSKA.pdf

Forvarnir er varðar eldsneyti og eldsneytisþurrð

Flug
Nr. máls: 19-085F023
Staða máls: Lokuð
29.10.2020

Tillaga í öryggisátt

RNSA beinir því til Samgöngustofu að beita sér í forvörnum og fræðslu er varðar yfirsýn flugmanna á eldsneyti um borð og hættu á eldsneytisþurrð.

Afgreiðsla

Samgöngustofa hefur brugðist við tilmælunum á þann hátt að fræðsluefni hefur verið uppfært og birt á heimasíðu Samgöngustofu. Þá hefur þetta nýja fræðsluefni verið kynnt bæði á fésbókarsíðu Samgöngustofu og verður kynnt með auglýsingum á  www.alltumflug.is. Þá vill Samgöngustofa einnig minna á að í gildi er upplýsingabréf; AIC B 003/2018 Vitund flugmanna um eldsneyti og eldsneytiseyðslu. Mun Samgöngustofa leggja til að upplýsingabréfið verði endurútgefið til áminningar. 


Slóð á efni á heimasíðu samgöngustofu:
https://eplica.samgongustofa.is/media/flug/FYRIRBYGGJA-ELDSNEYTISSKORT-2021.pdf

Formal procedure between snow removal supervisors and ATCO

Flug
Nr. máls: 17-042F012
Staða máls: Lokuð
27.05.2021

Tillaga í öryggisátt

The ITSB recommends that Isavia considers implementing a formal procedure between snow removal supervisors and the ATCOs.

Afgreiðsla

Isavia hefur gefið út vinnuleiðbeiningar  VL710 57 kafli 3 sem taka til þessa atriðis.

 

Kafli 3 Ábyrgð á framkvæmd ástandsmats

Framkvæmd ástandsmat er alfarið á ábyrgð flugvallarstarfsmanna og ber að gefa upplýsingar um nýtt mat til turns eða AFIS eins og við á í gegnum síma eða á tíðni eftir því sem hentar betur.

Þegar SNOWTAM er útgefið nægir að láta vita um útgáfuna en þegar ekki er þörf á útgáfu SNOWTAM skal hringja/kalla með ástandskóða hvers flugbrautarþriðjungs (6 eða 5) og tegund þekju (DRY eða WET).

Flugvél talin með í röð inn til lendingar uns lent er

Flug
Nr. máls: 20-055F003
Staða máls: Lokuð
15.04.2021

Tillaga í öryggisátt

RNSA leggur til við Isavia ANS, að í þjálfun flugumferðarstjóra með turnréttindi verði farið yfir það að flugvél skal talin með í röð inn til lendingar þangað til að hún er lent (samanber grein 350.2.1.A í MANOPS).

Afgreiðsla

Tillaga RNSA er samhljóma tillögu rannsóknarhóps atvika hjá Isavia ANS og er úrbótum þegar lokið. Farið var yfir þessi atriði í síþjálfun flugumferðarstjóra í flugturnum í október-nóvember 2020.

Flugveðurupplýsingar Veðurstofu Íslands

Flug
Nr. máls: M-02214/AIG-16
Staða máls: Lokuð
06.10.2016

Tillaga í öryggisátt

RNSA beinir því til Veðurstofu Íslands að gæta þess að upplýsingar í flugveðurskilyrðum samræmist upplýsingar á veðurkortum.

Afgreiðsla

Veðurstofa Íslands hefur brugðist við tillögunni á eftirfarandi hátt:

  • Leiðbeiningar um flugveðurskilyrði yfir Íslandi (LBE-005) verða endurskoðuð
  • Námskeið fyrir flugveðurfræðinga um þarfir flugmanna í sjónflugi haldið fyrir veðurfræðinga í lok september 2021, eftir að LBE-005 hefur verið endurskoðað

Flugmenn framkvæmi reglulega RNAV aðflug

Flug
Nr. máls: 16-131F022
Staða máls: Lokuð
30.06.2020

Tillaga í öryggisátt

RNSA beinir eftirfarandi tillögum í öryggisátt til Icelandair: 

  • Að félagið hvetji flugmenn sína til þess að nota reglulega RNAV aðflug.

Afgreiðsla

Icelandair: Þjálfunardeild Icelandair hefur síðan RNAV aðflug voru innleidd lagt gríðarlega áherslu á framkvæmd RNAV aðfluga í síþjálfunn í flughermi.  Framkvæmd á RNAV aðflugum hefur verið tekin fyrir í öllum hæfnisprófum síðan þessi tegund aðfluga var innleiddur.

Flight plans and alternate airport

Flug
Nr. máls: 19-159F044
Staða máls: Opin
07.12.2023

Tillaga í öryggisátt

SIA-Iceland recommends to the flight operator to ensure that in the flight planning, the alternate fuel includes the time that is required to open the filed alternate airport for operation, if closed during the expected time of use.

Afgreiðsla

Flight dispatch resources for flight tests

Flug
Nr. máls: M-01313/AIG-09
Staða máls: Lokuð
23.03.2016

Tillaga í öryggisátt

Ensure sufficient resources for flight dispatch operation, independent of the flight crew, during flight tests.

Afgreiðsla

SCAC has developed an internal regulation applicable to their flight test center for Sukhoi Civil Aircraft JSC Control Service. This regulation is under evaluation at the Russian National Aviation Authority and will be adopted when approved to conduct flight test activity.

Fleet implement of design change

Flug
Nr. máls: M-00513/AIG-04
Staða máls: Lokuð
13.08.2015

Tillaga í öryggisátt

The Icelandic Transportation Safety Board (ITSB) recommends to Boeing, to issue the planned service bulletin 757-SB57A0154 to support fleet wide replacement of the Blocking and Thermal Relief Valve Housing in co-operation with the actuator‘s manufacturer.

Afgreiðsla

Boeing plans to release Boeing Alert Service Bulletin 757-SB-27A0154 on June 25 2016. In addition the FAA has issued Safety Recommendation 15.115, a Boeing 757 airplane level safety issue, mandating evaluation of the spoiler actuator's blocking and thermal relief valve housing failure to determine appropriate corrective action.

Fjarskiptaupptökur

Flug
Nr. máls: M-00713/AIG-06
Staða máls: Lokuð
20.04.2015

Tillaga í öryggisátt

RNSA leggur til að Samgöngustofa sjái til þess að afrit af fjarskiptum á skilgreindum svifflugs- og æfingasvæðum á Íslandi verði tiltæk í þágu rannsóknarhagsmuna.

Afgreiðsla

Samgöngustofa vinnur að mati á því hvort líkur séu á að flugöryggi yrði bætt með því að gera kröfur um fjarskiptabúnað í svæðunum sem og upptökubúnað og þá með tilliti til þeirra breytinga sem verið er að vinna að á Austursvæði og svæðinu í kringum Sandskeið.

Niðurstaða matsins:

Fyrr á þessu ári (2017) rýndi SGS þau flugatvik sem tilkynnt voru árið 2016 og tengdust starfrækslu innan þeirra svæða sem skilgreind hafa verið og eru talin upp hér að neðan. Ekkert atvik hafði verið tilkynnt til SGS sem var þess eðlis að upptökur fjarskipta í umræddum svæðum hefðu skipt máli fyrir rannsókn atviksins. SGS taldi rétt að safna frekari gögnum og ákvað því að hafa málið opið lengur og endurmeta stöðuna síðar á þessu ári.

Nú hefur sú skoðun farið fram, rýnd voru þau atvik sem tilkynnt hafa verið og tengjast starfrækslu í Austursvæði og á Sandskeiði, engin atvik voru tilkynnt vegna starfrækslu í öðrum þeim svæðum sem upp eru talin hér að neðan. Það er mat SGS að upptökur fjarskipta innan umræddra svæða hefðu gert neitt til viðbótar við þær upptökur sem þegar eru gerðar á fjarskiptum í flug.

Samgöngustofa mun því að svo stöddu ekki gera þá kröfu að afrit af fjarskiptum á skilgreindum svifflugs- og æfingasvæðum á Íslandi verði gerð tiltæk eins og lagt var til af Rannsóknarnefnd samgönguslysa. Við óskum eftir því að málinu verði lokað með þeirri afgreiðslu SGS.