Lög um RNSA, 35. gr.
Leita
Uppfæra AIP m.t.t. aðgengi að eldsneyti
Tillaga í öryggisátt
RNSA beinir því til Samgöngustofu að uppfæra Flugmálahandbók Íslands (AIP) er varðar upplýsingar um aðgengi að eldsneyti á flugvöllum landsins.
Afgreiðsla
Samgöngustofa hefur í samvinnu við hagsmunaaðila skoðað og metið tillöguna. Úttekt var gerð á upplýsingum í AIP um aðgengi að eldsneyti á flugvöllum landsins og komu í ljós minniháttar atriði sem þörfnuðust uppfærslu. Þá hefur verklagi einnig verið breytt til að tryggja að ef af einhverri ástæðu auglýst eldsneyti er tímabundið ekki í boði, þá verði gefið út NOTAM.
Flugmálahandbók Íslands (AIP) hefur verið uppfærð er varðar upplýsingar um aðgengi að eldsneyti á flugvöllum landsins.
Conform to the required specifications and standards
Tillaga í öryggisátt
Take the necessary quality assurance steps to ensure that connecting rod and the small end bushings conform to the required specifications and standards.
Afgreiðsla
Not actioned by Continental.
Notkun athafnasvæða einungis eftir fullnægjandi snjóhreinsun
Tillaga í öryggisátt
Að við stjórnun flugumferðar á jörðu niðri sé loftförum ekki beint inn á athafnasvæði flugvallarins nema fullnægjandi snjóhreinsum hafi farið fram.
Afgreiðsla
Úrbætur Isavia ANS: Farið var yfir atvikin og áhrifaþætti þeirra í síþjálfun 2021 hjá flugumferðarstjórum sem veita aðflugs- og flugturnaþjónustu á Akureyrar-, Reykjavíkur- og Keflavíkurflugvelli. Einnig var farið yfir það verklag sem gildir um snjóhreinsun hjá flugvallaþjónustu.
Aukin aðskilnaður þegar aðstæður kalla
Tillaga í öryggisátt
Að við stjórnum flugumferðar sé gætt að auknum aðskilnaði þegar aðstæður kalla á lengri rýmingartíma flugbrauta.
Afgreiðsla
Úrbætur Isavia ANS: Farið var yfir atvikin og áhrifaþætti þeirra í síþjálfun 2021 hjá flugumferðarstjórum sem veita aðflugs- og flugturnaþjónustu á Akureyrar-, Reykjavíkur- og Keflavíkurflugvelli. Einnig var farið yfir það verklag sem gildir um snjóhreinsun hjá flugvallaþjónustu.
Notam ef lýsingu er ábótavant
Tillaga í öryggisátt
Að gefin sé út tilkynning til flugmanna (NOTAM) ef lýsing á flugbrautum eða akbrautum er ábótavant
Afgreiðsla
Isavia hefur lokið við úrbætur vegna skýrsu RNSA 18-034F008-T03 um útgáfu NOTAM vegna lýsingar á flugbraut/akbraut. Úrbætur felast í uppfærðri verklagreglu VR473 01 -3 Fyrirbyggjandi viðhald og viðgerðir sem samþykktar eru af deildarstjóra raftæknideildar. Þar kemur fram sér kafli um útgáfu NOTAM , ábyrgð og hlutverk þeirra aðila svo og í hvaða tilfellum skal gefa út NOTAM.
Flugmenn framkvæmi reglulega RNAV aðflug
Tillaga í öryggisátt
RNSA beinir eftirfarandi tillögum í öryggisátt til Icelandair:
- Að félagið hvetji flugmenn sína til þess að nota reglulega RNAV aðflug.
Afgreiðsla
Icelandair: Þjálfunardeild Icelandair hefur síðan RNAV aðflug voru innleidd lagt gríðarlega áherslu á framkvæmd RNAV aðfluga í síþjálfunn í flughermi. Framkvæmd á RNAV aðflugum hefur verið tekin fyrir í öllum hæfnisprófum síðan þessi tegund aðfluga var innleiddur.
Uppfæra hraða í flugtölvum við undirbúning aðflugs
Tillaga í öryggisátt
RNSA beinir eftirfarandi tillögum í öryggisátt til Icelandair:
- Að félagið íhugi að yfirfara verklagsleiðbeiningar þannig að flugmenn félagsins uppfæri hraða í flugtölvum við undirbúning aðflugs, í samræmi við hleðslu flugvélar og veðuraðstæður, þannig að hraðar sjálfstýringarbúnaðar séu rétt upp settir fyrir aðflug.
Afgreiðsla
Óafgreitt af Icelandair.
Takmarka fjölda tímabundinna breytinga á SOP
Tillaga í öryggisátt
RNSA beinir eftirfarandi tillögum í öryggisátt til Icelandair:
- Að félagið hugi að því að takmarka fjölda tímabundinna breytinga á staðlaðri flughandbók (SOP) á milli skipulagðra hálfsársútgáfa, til þess að gefa flugmönnum færi á að meðtaka breytingarnar.
Afgreiðsla
Icelandair hefur síðan 2018 ekki gert tímabundnar breytingar á SOP (temporary revision).
Uppfæra framsetningu á NOTAMs
Tillaga í öryggisátt
RNSA beinir eftirfarandi tillögum í öryggisátt til Samgöngustofu:
- Með tilliti til útbreiddrar nútímatækni við myndræna upplýsingaöflun leggur RNSA til að Samgöngustofa beiti sér fyrir á alþjóðavettvangi (hjá ICAO) að framsetning NOTAM sé uppfærð yfir á myndrænt form, þar sem það á við.
Afgreiðsla
Óafgreitt af Samgöngustofu.
Uppfæra framsetningu á SIGMET
Tillaga í öryggisátt
RNSA beinir eftirfarandi tillögum í öryggisátt til Samgöngustofu:
- Með tilliti til útbreiddrar nútímatækni við myndræna upplýsingaöflun leggur RNSA til að Samgöngustofa beiti sér fyrir á alþjóðavettvangi (hjá ICAO) að framsetning á upplýsingarflæði til flugmanna sé uppfærð með myndrænni framsetningu þeirra svæða sem SIGMET skeyti eiga við.
Afgreiðsla
Óafgreitt af Samgöngustofu.