Mættir nefndarmenn voru Geirþrúður Alfreðsdóttir formaður, Ingi Tryggvason og Hilmar Snorrason.  Einnig voru á fundinum starfsmenn nefndarinnar, Jón A Ingólfsson rannsóknarstjóri og Guðmundur Lárusson fulltrúi.

Á dagskrá fundarins voru 58 mál til afgreiðslu.  Í töflu I eru þau mál (37) sem voru lokaafgreidd á fundinum.  (Hægt er að nálgast allar lokaskýrslur hér á vefnum).  Þremur málum var frestað (tafla II) og í töflu III eru mál (18) sem voru afgreidd sem drög og hafa verið send út til aðila þeirra til umsagnar.
 
 
Samkvæmt lögum nr. 18/2013 fer Rannsóknarnefnd samgönguslysa ekki með rannsókn köfunarslysa nema um sé að ræða köfun í atvinnuskyni. Málin sem tengjast köfun í töflunni eru því felld niður.

 

Vegna flutnings á aðstöðu stofnunarinnar frá Stykkishólmi til Reykjavíkur verður næsti fundur 2. maí n.k.