Slysa- og atvikaskýrslur

Nýlegar slysa- og atvikaskýrslur:

23079S037 Drangey SK 2 lokað með bókun

Skipverji klemmist

Skýrsla 24.11.2023
Siglingasvið

23-027 S 015 Drangavík VE 80

Vélarvana.

Ástæða þess að aðalvél Drangavíkur stöðvaðist var að skyndilega dró úr rennsli
eldsneytis frá daghylki að olíudælu vegna stíflu í rennslismæli.

Skýrsla 12.11.2023
Siglingasvið

23077S036 Þórunn Sveinsdóttir lokað með bókun

Skipverji slasast

Skýrsla 21.07.2023
Siglingasvið

23049S027 Hesteyri 'Is 95

Strandar við Hornbjargsvita

Nefndarálit:

Ástæðu þess að Hesteyrin strandaði má rekja til óvæntra veðuraðstæðna.

Sérstök ábending:

Skipverjar skulu ávallt nota viðurkennd björgunarvesti eða vinnubjörgunarbúning þegar þeir fara á léttbátum í land.

Skýrsla 16.07.2023
Siglingasvið

23044S024 Aðalbjörg RE 5

Skipverji slasast

Nefndarálit:

Nefndin telur að óheppileg staðsetning björgunarvesta á þröngu svæði nálægt

snurvoðartógi sem verið var að kasta hafi verið stór orsakaþáttur slyssins.

Sérstök ábending:

Rannsóknarnefnd samgönguslysa beinir þeim tilmælum til útgerðar (áhafnar) að finna björgunarvestunum heppilegan stað þar sem ekki geta skapast hætta við að setja þau á sig.

Skýrsla 05.07.2023
Siglingasvið

23040S023 Baldvin Njálsson GK 400

Skipverji slasast

Nefndarálit:

Ástæða slyssins er að færibandið fór af stað á meðan skipverjinn var með höndina á drifhjóli þess.

Tillaga í öryggisátt:

Rannsóknarnefnd samgönguslysa beinir því til Samgöngustofu að þrýstirofar við færibönd séu útbúnir með þeim hætti að þá þurfi að virkja sérstaklega og að slíkt ákvæði verði fært inn í viðeigandi reglugerð.

Skýrsla
Tillaga í öryggisátt:
023040S023 Baldvin Njálsson GK 400 01.07.2023
Siglingasvið

23-032-S-018 Viðey Re 50

Skipverji slasast á fæti.

 

Skýrsla 21.05.2023
Siglingasvið

23031S017 Ronja SH 53 Lokað með bókun

Bátur brennur og sekkur

Skýrsla 18.05.2023
Siglingasvið

23030S016 Harpa Farþegaskip vélarbilun

Vélarbilun

Nefndarálit:

Ástæða þess að vélar skipsins stöðvuðust var sú að olíuhæð í olíugeymi var orðin lægri en bæði síur og olíudælur ásamt því að loft var í lögnum.

 

Tillaga í öryggisátt

 

Rannsóknarnefnd samgönguslysa beinir því til Innviðaráðuneytisins að sett verði reglugerð sem kveði á um skip sem stunda farþegaflutninga séu útbúin neyslutanki (daghylki)  þannig staðsettan að eldsneyti sé sjálfrennandi að dælum og síum.

Skýrsla 03.05.2023
Siglingasvið

23026S014 Þristur ÍS 360

Eldsvoði

Nefndarálit:

Samkvæmt niðurstöðu lögreglurannsóknar varð eldur vegna bilunar í rafmagnstöflu í vélarrúmi. Eftir að slökkvilið taldi í tvígang að eldurinn hefði verið slökktur kom upp  eldur í öðru rými hinu megin við rafmagnstöfluna, líklega vegna hita og glóðar sem varð að eldi þegar skipið var loftræst.

 

Tillaga í öryggisátt:

Rannsóknarnefnd samgönguslysa beinir því til Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar að stofnunin beini því til slökkviliða í landinu að við skipsbruna verði að hafa langa brunavakt til að koma í veg fyrir að eldur kvikni að nýju.

 

Skýrsla 29.04.2023
Siglingasvið