Slysa- og atvikaskýrslur Síða 2

Nýlegar slysa- og atvikaskýrslur:

23031S017 Ronja SH 53 Lokað með bókun

Bátur brennur og sekkur

Skýrsla 18.05.2023
Siglingasvið

23030S016 Harpa Farþegaskip vélarbilun

Vélarbilun

Nefndarálit:

Ástæða þess að vélar skipsins stöðvuðust var sú að olíuhæð í olíugeymi var orðin lægri en bæði síur og olíudælur ásamt því að loft var í lögnum.

 

Tillaga í öryggisátt

 

Rannsóknarnefnd samgönguslysa beinir því til Innviðaráðuneytisins að sett verði reglugerð sem kveði á um skip sem stunda farþegaflutninga séu útbúin neyslutanki (daghylki)  þannig staðsettan að eldsneyti sé sjálfrennandi að dælum og síum.

Skýrsla 03.05.2023
Siglingasvið

23026S014 Þristur ÍS 360

Eldsvoði

Nefndarálit:

Samkvæmt niðurstöðu lögreglurannsóknar varð eldur vegna bilunar í rafmagnstöflu í vélarrúmi. Eftir að slökkvilið taldi í tvígang að eldurinn hefði verið slökktur kom upp  eldur í öðru rými hinu megin við rafmagnstöfluna, líklega vegna hita og glóðar sem varð að eldi þegar skipið var loftræst.

 

Tillaga í öryggisátt:

Rannsóknarnefnd samgönguslysa beinir því til Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar að stofnunin beini því til slökkviliða í landinu að við skipsbruna verði að hafa langa brunavakt til að koma í veg fyrir að eldur kvikni að nýju.

 

Skýrsla 29.04.2023
Siglingasvið

023076S035 Hrafn Sveinbjarnarson lokað með bókun

Maður slasast á hendi

Skýrsla 11.02.2023
Siglingasvið

22-103-S-06 Vilhelm Þorsteinsson EA-11

Bókun

Niðurstöður að lokinni frumrannsókn:

 

Útgerð Vilhelms Þorsteinssonar hefur brugðist við bilun sem upp kom í skiptiskrúfu skipsins með því að fara að tillögu framleiðanda. Nefndin telur að hvorki skipstjórnarmenn né vélstjórar hefðu getað séð atvikið fyrir. Málið verðu ekki rannsakað frekar.

Skýrsla 28.11.2022
Siglingasvið